Réttur


Réttur - 01.01.1970, Síða 6

Réttur - 01.01.1970, Síða 6
Eigi verkalýðsforustunni að auðnast að vinna sigur í næstu kjaradeilum, þá verður hún að bindast traustari böndum við sína eigin félaga. NÝTT FORM Það er augljóst, að það er með öllu úti- lokað að færa starfsemi verkalýðsfélaga til þess forms, sem var á þe:m, þegar þau gegndu því hlutverki, sem fjölmiðlarnir og skemmtitækin gegna nú. Verkalýðsfélag hlýtur að starfa í samkeppni við allt annað, sem glepur tíma frá félögum þess. Það er heldur ekki hægt að leggja niður þá stofnun, sem félagið er og hætta cð ann- ast þau störf a. m. k. ekki fyrr en við þeim hefur tekið önnur stofnun, sem launþegar treysta. Það sem þarf að gera, er að gera þá félags- menn virka, sem raunverulega hafa áhuga á málefnum stéttar sinnar og þeir eru sem bemr fer fjölmargir. Það verður hins vegar ekki gert, með því að kalla þá saman og messa yfir þeim. A þann hátt eru þeir ekki virkjaðir, frekar mætti kalla, að þeir væru þá hagnýttir. Það eru ekki allir, sem ráða við ræðu- formið, en hver einasti maður getur tekið þátt í óformlegu rabbi. Þess vegna verður að breyta fundarform- inu. Það verður að halda oftar fundi en gert er. Þar á að taka fyrir til umræðu mál, er varða stéttina, starfið eða þjóðfélagið. Það þarf að halda fundi með hinum ýmsu hags- munahópum og á stórum vinnustöðum til að undirbúa kjarasamninga í vor. Það er ekki nauðsynlegt að halda stóra fundi, en það á að hafa þá með rabbsniði, þannig að menn þurfi ekki að standa upp til að tala, heldur geti sagt eina eða tvæi setningar eða borið fram fyrirspurnir, án þess að til annars sé ætlast af þeim. Á þann hátt er hægt að gera margfalt fleiri félaga virka í raunverulegri skoðanamyndun og þannig fengju almennir félagar tilfinningu fyrir því, að þeir eru sjálfir að móta sín eig- in kjör, sína eig:n lífsafkomu. Einhuga og samstíga verkalýðshreyfing er sterkasta ail- ið í þjóðfélaginu. PÖLITÍSK Þó oftast sé talað um verkalýðshreyfing- una, sem eina heild, er nauðsynlegt að hafa það í huga, að í mörgum og stórum verka- lýðsfélögum ráða menn, sem styðja dyggi- lega við bakið á ríkisstjórninni. Þeir eru ekki líklegir til þess að hafa í frammi neinar aðgerðir, sem gætu orsakað það, að sú stjórnarstefna, er þeir fylgja biði verulegan hnekki af. Það er mikil nauðsyn fyrir launþega í þeim félögum að átta sig á því, að það er með öllu ósættanlegt að vilja betri kjör fyrir laun- þega og að styðja stefnu Viðreisnarstjórnar- innar. Stefna hennar er algjörlega andstæð hags- munum launþega. Frjálst fjármagn leitar ekki að jöfnuði, það leitar að gróða. Frjáls álagning og frjáls auðsöfnun fyrir- tækja og stó"eignamanna undir fögrum nöfn- um, svo sem auknar afskriftir, stækkun vara- sjóða, rýmri skattalöggjöf o. s. frv. tekur ekki gróða sinn af sjálfu sér. Hann verður allur tekinn af launþegum. Að styðja þessa ríkisstjórn, er því beinn fjandskapur við verkalýðshreyfinguna. 6

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.