Réttur


Réttur - 01.01.1970, Side 8

Réttur - 01.01.1970, Side 8
PÁLL BJARNASON: TVÖ LJÓÐ Réttur hefur oft áður sagt frá Páli Bjarnasyni, hinum ágæta vestur-íslenzka sósíalista og skáldi sem heim- sótt land vort 1958 í boði Hreyfils og var það í eina skiptið, sem hann kom til islands. Bækur Páls, frumsamin íslenzk og ensk Ijóð og þýdd Ijóð af íslenzku á ensku og af ensku á íslenzku, eru fjórar, allar gefnar út I Winnipeg: „Fleygar" 1953, ,,Odes and Echoes" 1954, „More Echoes" með for- mála eftir Vilhjálm Stefánsson 1962 og „Flísar" 1964. „Hreyfilsblaðið" birti í febrúarblaðinu 1970 ræðu, sem Páll hélt hér heima 1958 og í þeirri ræðu flutti hann m.a. tvö kvæði sín á ensku, er birzt höfðu I „Odes and Echoes": „The Crime of '98" og „lceland". Voru þau nú birt í þýðingu Þorsteins Valdimarssonar og fékk Réttur leyfi til að birta þau hér. Fyrra kvæðið orti hann 17 ára að afloknu einu fyrsta af árásarstrið- um ameríska imperíalismans, Spánsk-ameríska striðinu út af Kúbu, og er hollt að minnast þess nú er eitt af allra svívirðilegustu árásarstríðum Bandaríkjaauðvalds, stríðið I Víetnam, stendur yfir. Fara kvæðin hér á eftir: GLÆPURINN 1 898 Ég trúði að frelsið ætti athvarf hjá þér, að eldur þess á fjöllum þinum brynni, er þreyður dagur réttlætisins rynni, og roðinn lýsti alla vegu frá sér. Hve blóðugt háð! Ég hvísla ei nokkru sinni þvi heiti, sem þú barst og ást mín gaf þér; mig svimar við og stendur stuggur af þér, svo storkar þú nú, land mitt, hugsjón þinni. „Þeir þurfa að kenna á keyri hins hvita manns“, svo kveða drottnar gulls og valds að orði, og fylgja eftir orðsins glæp á borði með eldi og brandi og morði. — En þetta er lýst í þágu smælingjans og þungar fórnir gerðar heyrum kunnar: Von stendur til, að viðkvæm augu hans venjist Ijósi í myrkrum dýflissunnar! í S L A N D Svefnléttir morgnar heilsa hliðum dala, sem óttubláir skjálfa í grárri skímu; en jöklar grúfast grettir yfir lónum og greiða vatnanetin fram um eyrar. Og lágar fyrir hamrariðum rísa brekkur og halda blómum undlr skirn eldingargeisla og döggva um sólar setur, skaparans himni hverjum tindi nær. — Svo vitja annir vöku, en draumar svefns i bliknuð tún á botni silfurmóðu, sem lykur yfir allt og ofan hnigur frá ósum vafurljósa í dimmu hvolfi. Blænæm er kyrrðin, bergmálseyrað glöggt, svo hvísl manns tekur hljóm á náttarþeli, djúpan, af hverjum drang og bjargaskúta, en óm af röddum orðins tíma nemur hvert eyra, lagt við goðsögn draums og þagnar. — Þú veizt, hvert land á allt það yndi að bjóða, eitt undir himni: Sólar eyjan góða. 8

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.