Réttur


Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 9

Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 9
BJARNI ÞORÐARSON; SVEITARFÉLÖGIN OG ATVINNUMÁLIN Ekki veit ég til þess, að í íslenzkum lögum sé að finna stafkrók, sem leggur sveitarfélög- unum í landinu beinar skyldur á herðar í sambandi við lausn atvinnulegra viðfangs- efna. Þess er heldur ekki að vænta, því enn er í fullu gildi, a. m. k. í orði kveðnu, sú trú- arjátning samkeppnismanna, að einkafram- takinu sé bezt treystandi í þeim efnum sem öðrum. Af þessu leiðir, að sveitarfélögunum er ekki gert kleift að taka á þessum málum af þeim þrótti og myndarskap, sem nauðsyn- legt er. Ekki verður hjá því komizt að álykta, að löggjafanum sé ekki um það gefið, að sveit- arfélögin skipti sér af atvinnumálum og er sú afstaða í samræmi við þjóðskipulagið. Sveitarstjórnir eiga ekki að láta til sín taka, þótt byggðarlögin veslist upp, vegna þess, að einkaframtakið hefir brugðizt. Þær eiga að taka því sem sjálfsögðum hlut, því hér eru að verki hin marglofuðu og óskeikulu lög- mál samkeppnisþjóðfélagsins. SVEITARFÉLÖGIN STÓRATVINNU- REKENDUR En þrátt fyrir hina neikvæðu afstöðu lög- gjafans, hefir þróunin orðið sú, að flest eða öll þéttbýlissveitarfélög hafa með ýmsum

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.