Réttur


Réttur - 01.01.1970, Síða 12

Réttur - 01.01.1970, Síða 12
STUÐNINGUR VIÐ EINK AREKSTUR í rauninni er óverjandi fyrir sveitarstjórnir að takast á hendur ábyrgðir fyrir einstaklinga, nema um sé að ræða formsatriði og fullnægj- andi tryggingar settar fyrir hugsanlegum skakkaföllum. Með áhættusömum ábyrgðum til einstaklinga er þegnunum mismunað, sam- eiginlegum fjármunum þeirra hætt í atvinnu- rekstur, sem einn eða fáir njóta arðs af, ef vel gengur, þótt heildin hafi að sjálfsögðu óbeinan hag af rekstrinum. Einkarekstri fylgir líka sú hætta, að ekki sé nægilega gætt hagsmuna heildarinnar. Þannig getur atvinnurekandinn stöðvað at- vinnurekstur sinn, ef hann telur hag sínum borgnara með þeim hætti. Einnig getur hann flutt atvinnutækin á brott, ef honum býður svo við að horfa. Vissulega er þessi hætta líka fyrir hendi þegar um félagslegan rekstur, sem gengur illa, er að ræða, en ekki í nálægt því jafn ríkum mæli. En í þessum efnum er sveitarstjórnum vissulega oft mikill vandi á höndum og vand- siglt getur verið milli skers og báru. Lána- stofnanir eru teknar upp á þeirri ósvinnu, að velta áhættunni, sem þær raunverulega eiga að bera yfir á sveitarfélögin, með því að krefjast ábyrgðar þeirra, ef þeim finnst eitt- hvað á skorta, að framboðnar tryggingar séu fullnægjandi. Og sjálft ríkisvaldið hefir tekið upp sama hátt og má þá segja, að sá heggur, er hlífa skyldi. Vissulega getur aðstaða verið slík, að sveit- arstjórnir eigi um það að velja, að láta af hendi ábyrgð, sem áhætta fylgir, eða verða af því, að þýðingarmikið atvinnufyrirtæki rísi upp í sveitarfélaginu, sem ef til vill á við atvinnuörðugleika að stríða, eða haldist þar. Þá er sveitarstjórninni mikill vandi á höndum og freistingin mikil að taka áhættuna, enda getur almenningsálitið snúizt á þá sveif. Eng- inn skyldi álasa sveitarstjórn, sem undir slík- um kringumstæðum læmr ábyrgð í té. En í sjálfu sér er óskynsamlegt og óeðlilegt, að sveitarfélag gangi í áhætmsama ábyrgð fyrir fyrirtæki, sem sveitarstjórn getur litlu eða engu ráðið um rekstur á. ÞÁTTTAKA í FÉLAGSLEGUM REKSTRI Þetta form á hlutdeild sveitarfélaga í at- vinnurekstri tel ég, eftir langa reynslu, á margan hátt hið heppilegasta, sem völ er á, og í mestu samræmi við hagsmuni sveitarfé- laganna og þegna þeirra. Bæði er, að með þessu fyrirkomulagi tel ég, að beztur árang- ur náist, og svo gefur það sveitarstjórnunum tækifæri til að hafa bein áhrif á reksmr fyrir- tækisins og gemr beitt þeim áhrifum til þess að tryggja, að rekstrinum verði hagað í sem fyllstu samræmi við hagsmuni byggðarlags- ins. Eins og íslenzkri löggjöf er háttað tel ég hlutafélagsformið vera heppilegasta form at- vinnureksmrs, sem til er stofnað með það megin sjónarmið í huga, að efla atvinnulíf byggðarlags eða forða atvinnulegum óförum. En jafnframt verður að tryggja svo sem kost- ur er, að fjársterkir einstaklingar geti ekki lagt atvinnutækin undir sig, eins og sums- staðar hefir hent. Meginstoðirnar verða að vera sveitarfélagið sjálft, svo og almanna- samtök á sviði verzlunar og atvinnureksmrs, og þá fyrst og fremst kaupfélög og önnur samvinnufélög, svo og hlutafélög, sem ekki 12

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.