Réttur - 01.01.1970, Side 24
þeim flokki, er forustu hefur í stéttabaráttunni og
sókninni til sósíalismans.
Bréf Leníns birtist hér í íslenzkri þýðingu Franz
A. Gíslasonar með örstuttum inngangi þýðanda, en
bréfið birtist á næstunni ásamt fleirum í heildar-
riti ásamt höfuðritinu ,,Ríki og bylting".
,,ERFÐASKRÁ“ LENINS
Lenín las fyrir „Bréf til flokksþings-
ins“, þekkt undir nafninu „erfðaskrá"
Leníns, dagana 23. desember 1922 til
4. janúar 1923. Þetta bréf og þau sem á
eftir fylgja í ritinu — „Um að veita áætl-
unarnefnd rikisins löggjafarhlutverk" og
„Um þjóðernavandamálið eða „auto-
nomiseringuna" “ — eru í tengslum við
síðustu greinar Leníns er birtast í um-
ræddu riti.
Ekkert þessara bréfa um innri vanda-
mál flokksins var birt strax. Þau mikil-
vægustu voru lesin upp fyrir flokksfélaga
sem þátt tóku I umræðum um þessi mál
árið 1923. Fyrst 1956 ákvað miðstjórn
Kommúnistaflokks Sovétríkjanna að
kynna þau fyrir fulltrúum á 20. þingi
flokksins. Þau voru send flokksdeildum
og birt í timaritinu „Kommúnist" og síðan
gefin út sem bæklingur í stóru upplagi.
BRÉF TIL
FLOKKSÞINGSINS
i
✓
E" mæli eindregið með því að á þessu
flokksþiníu verði nokkrar breytinvar gerðar
á pólitískri skipan okkar.
M'g langar að kynna ykkur þær hug-
mvndir sem ég tel mikilvægastar.
I fyrsta latri ræð ég til að miðstjórnar-
mönnum verði fjölgað upp í nokkrar tylftir
eða jafnvel upp í hundrað. Mér virðist að
mikil hætta steðji að miðstjórn okkar nema
við gerum slíka endurbót, ef rás atburðanna
verður ekki mjög hagstæð fyrir okkur (en
því verðum við að gera ráð fyrir).
Þvínæst langar mig að mæla með því að
flokksþingið íhugi að veita samþykktum
Aætlunarnefndar ríkisins lagagildi undir
vissum kringumstæðum og koma þannig
hvað þetta snertir að vissu leyti og við viss
skilyrði til móts við félaga Trotskí.
Hvað fyrra atriðið snertir, þ.e. fjölgun
miðstjórnarmanna, álít ég að hún sé nauðsyn-
leg bæði til að auka myndugleika miðstjórn-
arinnar og til þess að vinna fyrir alvöru
að því að umbæta stjórnkerfi okkar og til
þess að hindra að deilur lítilla hópa innan
miðstjórnarinnar geti orðið óþarflega afdrifa-
ríkar fyrir flokkinn.
Eg álít að flokkur okkar hafi rétt til að
krefja verkalýðsstéttina um 50—100 menn
í miðstjórnina og að hún geti séð af þeim án
þess að ofbjóða kröftum sínum.
Slík endurbót mundi efla flokk okkar
verulega og auðvelda baráttu þá er hann
verður að heyja umkringdur óvinaríkjum. En
sú barátta gctur og hlýtur að mínu áliti að
harðna mjög á næstu árum. Mér virðist að
slík ráðstöfun mundi auka stórum stöðug-
leika flokks okkar.
23. desember 1922.
II
Framhald uppskriftanna.
24. desember 1922.
Með stöðugleika miðstjórnarinnar sem ég
talaði um hér að framan á ég við ráðstafanir
gegn klofningi að svo miklu leyti sem unnt
er að gera slíkar ráðstafanir. Því að hvítliðinn
(ég held að það hafi verið S. F. Oldenburg*
★ Hvítliðatímarit Petcrs Struve „Rússkaja misl“ kom
út í Prag árið 1922, en stjórnmálafréttaritari þess var
ekki S. F. Oldcnburg (eins og stendur í bréfinu)
heldur S. S. Oldcnburg. — S. F. Oldenburg var þekkt-
ur rússneskur fræðimaður og austurlandafræðingur
(orientalisti) og var ritari sovézku vísindaakademíunn-
ar 1922. — Úts.
24