Réttur - 01.01.1970, Side 27
Sinovjev Bucharin Pjatakov
manna í miðstjórninni mun hjálpa verka-
mönnum til að umbæta stjórnkerfi okkar sem
er undir smásjánni. I raun og veru tókum
við það í arf frá gamla stjórnskipulaginu því
það var algerlega óhugsandi að umbreyta því
á svo stuttum tíma, einkum meðan styrjöldin
stóð yfir, hungursneyðin o. s. frv. Þessvegna
getum við rólegir svarað þeim „gagnrýnend-
um" til, sem í háði eða af illkvittni senda
okkur tóninn og benda á galla í stjórnkerfi
okkar, að þessir menn botna hreint ekkert í
aðstæðum yfirstandandi byltingar. Það er
yfirleitt óhugsandi að umbreyta stjórnkerfinu
til fulls á fimm árum, sér í lagi við þær að-
stæður sem ríkt hafa hjá okkur á byltingar-
tímanum. Það nægir að við höfum á fimm ár-
um skapað ríki af nýrri gerð þar sem verka-
menn, studdir af bændum, leggja til atlögu
við burgeisastéttina. Augliti til auglitis við
hið óvinveitta alþjóðlega umhverfi er þetta
h'ka gífurlegt afrek. En vimndin um þetta
má ekki villa okkur sýn. I rauninni yfirtók-
um við gamla stjórnkerfið frá zarnum og
burgeisastéttinni og nú, þegar friður er kom-
inn á og tryggt hefur verið það lágmark
nauðsynja sem þarf til að seðja hungrið,
verður allt starfið að miða að því að bæta
stjórnkerfið.
Ég lít þannig á málið að væru nokkrar
tylftir verkamanna teknir inn í miðstjórnina
væru þeir öllum öðrum færari um að leysa af
hendi prófun, endurbót og nýsköpun stjórn-
kerfis okkar. Það sýndi sig að verkamanna-
og bændaeftirlitið sem gegndi þessu hlutverki
í fyrstu reyndist því ekki vaxið og er aðeins
nothæft sem „aukageta" eða undir vissum
kringumstæðum sem aðstoð við þessa mið-
stjórnarmenn. Þá verkamenn sem teknir
verða inn í miðstjórnina á að mínu áliti síð-
ur að velja úr hópi þeirra verkamanna sem
lengi hafa unnið í þjónustu sovétvaldsins (í
þessum hluta bréfs míns tel ég bændur alls-
staðar með verkamönnum) af því að meðal
l^eirra hafa þegar skapazt ákveðnar hefðir og
27