Réttur


Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 35

Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 35
með að verða það. Þetta minnir óneitanlega á hættuna, sem samfara er hinu nýja mennta- skólafrumvarpi, þar sem húmanisminn virð- ist að mestu hafa verið lagður fyrir róða, eða kannski þykir hann ekki lengur heppilegur? En hvernig gæti þetta þá verið öðruvísi? Oft er rætt um nauðsyn á þjóðfélagsupp- fræðslu: „í þessu þjóðfélagi hraða og tækni, þar sem einstaklingurinn verður sífellt minni og minni verða menn að geta áttað sig á straumum og stefnum ...". I rauninni eru þetta ekki annað en innantóm slagorð, tákn- ræn fyrir hið tæknivædda þjóðfélag. Sú þjóð- félagsfræðikennsla, sem mest kæmi að gagni, hlyti að byggjast á heilsteyptu samfélagi nem- enda og kennara, þar sem nemendur sjálfir þyrftu að bera ábyrgð og leggja eitthvað af mörkum. I þannig skóla ættu allir, sem við hann starfa að hafa jafnan rétt til afnota af húsnæði og tækjum. Umgengnis- og hegðun- arvenjur væru ákveðnar bæði af nemendum °g kennurum. Nemendur væru látnir skila áliti um kennara og kennslutilhögun. Þeir fengju að velja sér kennara að svo miklu leyti, sem því væri við komið. Rík áherzla væri lögð á, að allir tækju einhvern þátt í stjóm og daglegum rekstri skólans. Margir munu halda því áfram, að þetta sé ófram- kvæmanlegt, nemendur stæðust aldrei slíka þolraun. Eflaust er það rétt, að ýmislegt kynni að fara aflaga í fyrstu, þar sem hið íslenzka æskufólk er illa undir það búið, að bera sjálft ábyrgð, standa á eigin fótum. Það hefur verið alið upp í þeirri trú, að skólinn sé óper- sonulegur, og það sé ekki á valdi nemenda að benda á það, sem miður fer eða gera til- h'fíur til úrbóta. Margir nemendur líta skóla- húsnæðið sömu augum og símaklefana, sem hrotnir eru, eða strætisvagnaskýlin, sem piss- að er í. En það er sannfæring mín, að með því að sýna ungu fólki tiltrú öðlist það ábyrgðartilfinningu og reynist traustsins vert. Ágætt dæmi um menntaskóla í anda hins nýja frumvarps er Menntaskólinn við Hamra- hlíð. Þar er aðbúnaður allur með skásta móti, margar eftirtektarverðar tilraunir hafa vertð gerðar o. s. frv. En ekki yrði ég undrandi, þótt á daginn kæmi, að nemendur þar væru yfir höfuð svipaðir þeim í áðurnefndum bandarískum highschool. Þeir eru margir hverjir ljúfar og atkvæðalitlar persónur, sem eyða tímanum í nám, svefn og drykkju og telja hverjum öðrum trú um, hvað þeir lesi lítið. Þeir komu hreint ekki þróttmeiri inn í skólann, en hann hefur heldur ekkert gert til að draga þá upp úr lognmollunni. Nem- endur þessa skóla ráða að vísu yfir eigin fé- lagslífi, en skýr takmörk eru á milli þess og hins eiginlega bóknáms, mjög á kostnað hins fyrrnefnda. Rektor og kennarar setja nem- endum umgengnis- og hegðunarreglur, sem síðan er stranglega fylgt eftir. Húsnæði og kennslutæki, sem eru eign hins skriffinnsku- lega opinbera valds, er nemendum ekki til af- nota nema eftir flóknum og torveldum leið- um. Rektor ræður yfirleitt öllu, sem varðar skólann, stóru sem smáu. Rektor er raunar ágætur skólamaður, en það hlýtur alltaf að vera óheilbrigt, bæði gagnvart skólanum sjálfum og öðrum, sem við hann starfa, að einn maður hafi svo víðtæk völd. Ef til vill kann einhverjum að finnast, að hér sé fjandinn málaður á vegginn. Eg held þó, að svo sé ekki. Vissulega er nokkur bót að hinu nýja frumvarpi. En þess er tæplega að vænta, að núverandi forráðamenn skólamála hafi forgöngu um raunverulegar grundvallar- breytingar á uppbyggingu menntaskóla. Þar verður annað að koma til: samstillt átak nem- endanna sjálfra og þeirra fáu framsýnu ein- staklinga, sem skilning hafa á félagslegum vandamálum æskunnar í landinu og því hlut- verki, sem menntaskóli á að gegna í nútíma þjóðfélagi. 35

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.