Réttur


Réttur - 01.01.1970, Qupperneq 39

Réttur - 01.01.1970, Qupperneq 39
RITSJÁ Ölafur R. Einarsson: Upphaf is- lenzkrar verkalýðshreyfingar 1887 —1901. — Saga og Menningar- og fræðslusamband alþýðu. Reykjavík 1970. I síðasta tímariti Sögufélagsins •— Saga VII 1969 — birtist löng rltgerð eftir Ólaf Einarsson, sem lesendum Réttar er að góðu kunn- ur. Ritgerðin nefnist Upphaf ís- lenzkrar verkalýðshreyfingar 1887 —1901 (124 bls.) Jafnframt birtist ritgerðin sérprentuð hjá Menning- ar- og fræðslusambandi alþýðu; þar fæst hún á liðlega 200 kr. íslenzk verkalýðshreyfing á enga samfellda sögu skráða, og er það sannarlega ekki vansa- laust. Verkalýðssinnum er því fagnaðarefni, þegar nú birtist á Prenti heildaryfirlit um upphaf hreyfingarinnar á tveim síðustu áratugum 19. aldar. Um efnið hafa hingað til aðeins birzt grein- ar um einstök félög og viðtöl við ýmsa frumherja. Ritgerð Ólafs Qeymir hins vegar niðurstöður rannsókna á margvíslegum heim- ildum, þ. á. m. ýmsum sem eru oprentaðar. Hún veitir ekki aðeins aiikinn fróðleik, heldur rekur á- stæður fyrir tilkomu eiginlegra verkalýðsfélaga fyrir aldamótin og tengir vöxt þeirra þjóðfélagslegri og efnahagslegri þróun. Hér verður látið nægja að geta helztu kafla ritgerðarinnar. 1. Þjóðfólagsþróun og vinnulýð- ur. Raktir eru meginstraumar efna- hagsiífs og atvinnuskiptingar á 19. öld. Undirstrlkuð er þýðing verzi- unarauðmagnsins og Landsbank- ans fyrir upphaf þilskipaútgerðar, sem leggur aftur grundvöll að ör- um vexti bæja á síðasta fjórðungi aidarinnar — með vaxandi stétt daglaunamanna og iðnaðar. 2. Vcrkalýðshreyfingin erlendis. Hér er drepið á helztu áfanga í þróun verkalýðshreyfingar í V- Evrópu og N-Ameríku. Sýnt er, að ,,l Winnipeg var stofnað íslenzkt verkamannafélag árið 1890. Rit- stjóri Heimskringiu, Gestur Páls- son, fagnaði stofnun þess: Það er hinn fyrsti félagsskapur, sem íslenzkir verkamenn hafa stofnað frá því að íslenzka þjóðin varð til ...." Síðar í ritgerðinni bendir höfundur á áhrif „vesturfara" á upphaf verkalýðshreyfingar á Is- landi. 3. Stofnun fyrstu stéttarfélaga n Islandi. Þetta er meginkafli bókar- innar (bls. 30—89), enda mestur fengur að honum. Hér er rakin, eftir því sem heimildir leyfa, saga fyrstu stéttarfélaga landsins: Prentarafélagsins eldra (1887— 90). skósmiðafélagsins (sem hafði raunar á sér gildisbrag) og stétt- arsamtaka sjómanna — Bárufélag- anna (1894). Þá er rakin tilkoma fyrstu verkamannafélaganna — á Seyðisfirði og Akureyri (1897): leiðir höfundur rök að því, að Seyðfirðingar hafi orðið fyrri til að stofna sitt félag. Kaflanum lýk- ur með yfirliti um stéttarsamtök iðnaðarmanna, prentara, skó- smiða, járnsmiða, trésmiða, mjr- og steinsmiða — sem koma t'l sögunnar rétt fyrir aldamótin. 'Oll er frásögn þessi hin merkilegasta. 4. Sameiginleg einkenni. Höf- undur dregur hér fram, hvað hafi verið sameiginlegt með eðli og verkefni samtakanna og forvígis- mönnum þeirra, t.d. hverjir þeirra höfðu dvalizt erlendis og haft af- skipti af starfsemi góðtemplara. 5. Áhrif og aðstæður. Vegin eru og metin áhrif blaða, rithöfunda og skálda, eins og Matthíasar Joch- umssonar, Einars Benedikíssonar, Þorsteins Erlingssonar og Skúia Thoroddsen. Loks leitar Óiafur skýringa á því merkilega fyrirbæri, að þrjú stéttarfélög voru stofnuð í apríl 1897, sem telst þar með eitt viðburðarríkasta ár i sögu ís- lenzkrar verkalýðshreyfingar. ★ Hér hefur aðeins verið stiklað á helztu efnisþáttum í ritgerð Ól- afs. Ekki verður annað séð, við skjóta yfirsýn, en hann hafi vand- að til verksins á allan hátt — en þó forðast fræðimannlega smá- smygli. Ritgerðin er hin skemmti- legasta aflestrar þeim, sem hirða á annað borð um söguleg efni. Því ber að hvetja menn til að nálg- ast þessa ritgerð og kynnast kjör- um, hugsunarhætti og baráttu þeirra frumherja, sem vildu rétta hina vinnandi stétt úr kútnum og sameina hana um stéttarlega hagsmuni. Óskandi væri, að Ólafi gæfist aðstaða til að rekja þessa sögu fram eftir tuttugustu öld, þegar stéttabaráttan tók á sig pólitísk- ari svip. Verkalýðshreyfingunni er raunar skylt að stuðla að því, að svo megi verða. L.G. 39

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.