Réttur - 01.01.1970, Side 40
Lenín: „Vinstri róttækni" barna
sjúkdómar kommúnismans.
Heimskringla 1970.
Það má segja með sanni, að
bókaútgáfan Heimskringla minnist
hundrað ára afmælis Leníns með
miklum myndarbrag. Hún gefur út
þrjór bækur eftir hann i tilefni af-
mælisins: „Vinstri róttækni", Hvað
á að gera? og Ríki og bylting,
ásamt nokkrum greinum.
„Vinstri róttækni" barnasjúk-
dómar kommúnismans er bók
smekkiega gefin út, þýðingin lipur
og vandvirknislega unnin.
I fáum orðum sagt: Lenín ritaði
þessa bók að fenginni reynslu i
rússnesku verkalýðsbyltingunni og
gerir þar grein fyrir sögulegu mik-
ilvægi byltingarinnar og lærdóm-
um hennar fyrir bolsévíkaflokkinn.
Tilgangur hans með ritun bókar-
innar var þó fyrst og fremst al-
þjóðlegur. I Ijósi þessarar reynslu
og athugana gagnrýnir hann henti-
stefnu í alþjóðahreyfingu sósíalista
og einkum margskonar „vinstri
róttækni" innan verkalýðshreyfing-
arinnar í Evrópu. Af þessum sök-
um varð bókin nánast handbók
og leiðsaga í starfsháttum og bar-
áttulist kommúnista um heim allan.
Hún hefur trúlega verið einna
mest lesin allra rita Leníns, og enn
þann dag í dag hefur hún ótrúlega
mikið gildi fyrir sósialiska hreyf-
ingu.
Lenín samdi „Vinstri róttækni''
í apríl—maí 1920 og bókin var
fullprentuð 18.—20. júlí sama ár.
Nær samtímis komu þýðingar á
ensku, þýzku og frönsku. Henni
var dreift meðal fulltrúa á 2. þingi
Alþjóðasambands kommúnista.
Titill bókarinnar á íslenzku er í
samræmi við útgáfur á áðurnefnd-
um málum og við málvenju í Ev-
rópu á þeim tíma er hún var sam-
40
in. Sjálfur notaði Lenín örsjaldan
orðið „róttækni" („radikalismus"),
en þeim mun oftar „vinstri" og
„vinstringur",*) og á frummálinu
er titillinn: „Vinstringur", barna-
sjúkdómur kommúnismans.
Að einum þætti er þetta rit
hans i beinu framhaldi af ágrein-
ingi og baráttu við „vinstri"
kommúnista i Rússlandi, einkum
Búkarín, Radek, Lomov, Úrítskí,
Kúibíshév, Préobrashénskí o. fl. í
sambandi við friðarsamningana í
Brest-Litovsk. Flokksforustan var
þriklofin í afstöðu til friðarskilmála
Þjóðverja. Lenín vildi taka þeim
og þar með vernda sigur bylting-
arinnar, Trotskí kom með hið fár-
ánlega vígorð „ekki frið — ekki
stríð" og Búkharin og áhangendur
hans boðuðu byltingarstríð. Þá
skorti raunsýnt mat á stéttabarátt-
unni i Evrópu og brennimerktu
friðarsamninga sem svik við al-
þjóðahyggju. Svo sem kunnugt er
sigraði sjónarmið Leníns.
I þessum deilum skrifaði Lenín
margar greinar í Prövdu, þar á
meðal eina 21. febrúar 1918:
„Vinstri kommúnistar" og bylting-
arfimbulfamb þeirra. Þar segir
hann m.a.: „Við verðum að berjast
gegn byltingarfimbulfambi, berjast
til hins ítrasta, svo að ekki verði
eftirá sagður um okkur sá bitri
sannleiki: .byltingarsinnað fimbul-
famb um byltingarstríð gerði útaf
við byltinguna'."
Það er með þetta rit Leníns
eins og öll rit sem verða til í hita
mikilla sögulegra átaka, að þar
verður að kunna nokkur skil á um-
hverfi þeirra og tildrögum, að öðr-
um kosti er hætta á að þau verði
misskilin og rangtúlkuð. Það hefði
verið æskilegt að láta stuttan for-
mála fylgja útgáfunni. Loks er rétt
*) ,,Vinstringur“ no., lýsir eiginleika
eða ástandi, myndað eins og t.d.
rembingur.
að endurtaka, að rit þetta á erindi
til okkar, enda þótt hálf öld sé
liðin frá samantekt þess. ERA
James Klugmann: History of the
Communist Party of Great Britain
II. — The General Strike 1925—
26. — Lawrence and Wishart.
London 1969.
Annað bindi sögu brezka Komm-
únistaflokksins er fyrst og fremst
helgað allsherjarverkfallinu mikla
1926 og allri þeirri baráttu.
Brezka auðmannastéttin bjóst til
árásar á lífskjör verkalýðsins og
beitti til þess ríkisvaldi sínu. í
október 1925 voru 12 foringjar
Kommúnistaflokksins teknir fastir
og dæmdir saklausir í 6 til 12
mánaða fangelsi. Þeir höfðu viljað
undirbúa viðnám verkalýðsins er
til átakanna kæmi og yfirstéttin
ætlaði sér að sigra. Árásin hófst
á námumenn. Þeirri árás var svar-
að með allsherjarverkfallinu 4.—
12. maí 1926. Kommúnistar og rót-
tækir verkamenn höfðu krafizt
undirbúnings þessa allsherjarverk-
falls, en hin sósíaldemókratíska
forysta, sem var neydd út í það
sveikst um allan undirþúning og
gafst síðan upp skilyrðislaust eftir
9 daga og aflýsti allsherjarverk-
fallinu, er það stóð sem hæst og
enskur verkalýður hafði sýnt sinn
mikla mátt svo eigi varð um villst.
En kolanámuverkamennirnir héldu,
þrátt fyrir svikin, út í sex mánuði
unz sulturinn beygði þá og konur
þeirra og börn, til að sætta sig við
ósigur, — lengri vinnutíma og
lægri laun, — i nóvember 1926.
Kommúnistaflokkurinn barðist
með þeim til hins síðasta og með-
limatala flokksins tvöfaldaðist.
Þessi hetjusaga er vel og vand-
lega skráð af James Klugmann og
mikið birt af skjölum. E. O.
J