Réttur


Réttur - 01.08.1970, Page 1

Réttur - 01.08.1970, Page 1
Síðasta hefti Réttar var að mestu helgað stéttabaráttunni, sem háð var síðasta vor bæði í kosningum og kaupdeilum og ályktunum þeim og lærdóm- um, sem draga ber af þeirri reynslu er þá fékkst. Ýmsar greinar þessa heftis fjalla og um íslenzk stjórnmál, einkum grein Svavars Gestssonar, en þar er þeirri spurningu kastað fram til íslenzkrar alþýðu, hvort enn skuli hjakkað i sama farinu og undanfarna þrjá áratugi frá 1942 eða hvort loks skuli gerð gerbreyting á pólitískum krafta-hlutföllum með stórsigri Alþýðubandalagsins, llokks íslenzkra sósíalista, í næstu þingkosningum. En aðallega er þetta hefti þó helgað heimsviðburðunum, þróun þeirri, sem nú er að gerast í átökum milli auðvalds og alþýðu um allan heim. Og þar eru að gerast mikil umskipti. Verða þau sérstaklega áberandi, þegar borið er saman við það ástand, sem ríkti meðan kalda stríðið var í algleymingi í Evr- ópu 1948—55 eða við þá drjúgu sókn, sem auðvald Bandaríkjanna hóf gegn nýfrjálsum þjóðum Afríku um miðjan þennan áratug, þegar hverri róttækri stjórn á fætur annarri var steypt að undirlagi CIA og fyrir tilverknað innlendra afturhaldsafla. Nú eru allar aðstæður i þessum efnum gerbreyttar. Bandaríkin og önnur auðvaldsríki eru búin að gefa upp alla von um að geta ráðið niðurlögum sósí- alistísku ríkjanna með allsherjarstríði gegn þeim, hugmyndir Dulles frá tím- um kalda stríðsins eru nú álitnar hugarórar einir af borgaralegum stjórnmála- mönnum og jafnvel hafðar að skopi í ensk-amerískum kvikmyndum. Sovézk- vesturþýzki samningurinn er viðurkenning staðreyndanna. Árásarstrið

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.