Réttur


Réttur - 01.08.1970, Page 4

Réttur - 01.08.1970, Page 4
Tiundi hluti af ibúum jarðar ræður yfir 60% af tekj- um jarðarbúa. Hinir niu tíundu hlutarnir verða að láta sér nægja 40% af tekjunum. þessa kerfis safnast hagnaður sem yfirfærð- ur er á næsta þrep fyrir ofan. Þannig er hagn- aðurinn af verðmætasköpun bóndans í Braz- ilíu hirtur. Það gerir jarðeigandinn í heima- byggðinni, en hann verður síðan að láta hluta af sínu til næsta aðila fyrir ofan o. s. frv. Þannig eru öll þrep pýramídans, nema það efsta og neðsta, að nokkru höfuðból og að nokkru hjáleiga. Höfuðbólin taka eignanámi verðmætisauk- ann af framleiðslu hjáleiganna og þennan ránsfeng nota höfuðbólin til að auka eigin efnalega velferð. Enn örlagaríkara heldur en þetta arðrán, er það, að með þessu móti er þrengt upp á hjáleigurnar að aðlaga sig að efnahagskerfi einokunarfjármagnsins. Þannig ná höfuðbólin einnig yfirráðum yfir hráefna- framleiðslu þróunarlandanna. Þessi skipan mála veldur þróun á höfuðbólinu, en vart- þróun á hjáleigunum. Akvarðanir um verzl- un, fjárfestingu, framleiðslu og tæknilegar nýungar eru teknar á höfuðbólunum og á- nauðin þvingar hjáleiguna til að laga sig að afleiðingum ákvarðana höfuðbólsins. Draga má þá ályktun, að vanþróunin vex eftir því sem ánauðin eykst, en hins vegar eiga sér stað uppgangstímar er dregur úr áhrifavaldi höfuðbólanna, eins og t.d. þegar höfuðbólin berjast innbyrðis um skiptingu gróðans. Með hliðsjón af kenningunni um höfuð- bólin og hjáleigurnar má setja fram eftirfar- andi spurningu. VORU SNAUÐU ÞJÓÐIRNAR ÞJAKAÐAR AF HUNGRI? Er lénsskipulag miðalda staðnaði og hrundi til grunna, óx upp verzlunarstétt, sem ávann sér skjótt valdaaðstöðu t.d. á Englandi, í Hollandi og Frakklandi. Þegar Evrópuríkin lögðu undir sig Ameríku og hófu þar rán og þrælaverzlun, safnaðist mikill auður á hendur kaupsýslumanna þessara landa, sem síðan lagði grundvöllinn að iðnbyltingunni og upp- gangi borgarastéttarinnar. T.d. veitti þríhyrn- ingsverzlun Englendinga, sem einkum byggð- ist á þrælaverzlun, auðmagn til að fjármagna iðnbyltinguna þar. En einnig í Kína, Ind- landi og Miðausturlöndum var lénsskipulagið að bresta og bændauppreisnir og vöxtur iðn- aðar og handverks skóp þar kaupsýslustétt. Indverskir og kínverskir vefnaðarvörukaup- menn og skipasmiðir gátu t.d. enn keppt við evrópska kollega sína á 17. og 18. öld. Hinn skjótfengni auður nýlendudrottnanna og hin öra iðnþróun veitti Vestur-Evrópuríkjunum fljótlega drottnunaraðstöðu í heimsverzlun- inni. Nýlendudrottnarnir uku við veldi sitt á 18. og 19- öld og þessi útþensla hafði tvær örlagaríkar afleiðingar fyrir þriðja heiminn. I fyrsta lagi var að geðþótta nýlendudrottn- anna komið á þeirri alþjóðlegu verkaskipt- ingu sem gerði hinar fátæku þjóðir að hrá- efnaframleiðendum fyrir hinar auðugu iðn- 92

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.