Réttur


Réttur - 01.08.1970, Page 5

Réttur - 01.08.1970, Page 5
aðarþjóðir. í öðru lagi braut nýlendustefnan niður hin sjálfbjarga akuryrkjuþjóðfélög og lagði grundvöllinn að stöðugri hungursneyð. Landbúnaðarframleiðslan í nýlendunum var miðuð við þörf og eftirspurn á mörkuðunum í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum og þetta ýtti undir myndun stórjarðeigna og skóp á- nauðuga, eignalausa bændaalþýðu. I stað þess að framleiða fæðu fyrir íbúa nýlendnanna sjálfra, framleiddu þær hinar svo-nefndu ný- lenduvörur fyrir Evrópu og Norður-Ameríku. Þróun atvinnulífsins í Indlandi, Kína, Indó- kína, Chile, Brazilíu o. fl. löndum sannar, hvernig blómlegt efnahagslíf var brotið niður af hervaldi og með arðráni og síðan skipulagt eftir hagsmunum auðhringa auðvaldsríkj- anna. Afleiðingar þessa lýstu sér m.a. í Ind- landi. Þar dóu 26 miljónir manna úr hungri á árunum 1876—1900 og hungursneyð var þar fjórum sinnum algengari síðustu 30 ár 19- aldarinnar en 100 árum áður. Ahrifum nýlendustefnunnar á matvælaástandið hefur brazilíanski hagfræðingurinn Josué de Castro bezt lýst á eftirfarandi hátt: „Orsök htmgurs í heiminum er fyrst og fremst hið ómannúðlega arðrán ríku þjóð- anna á náttúruauðlindum hinna snauðu. Stór- húin og hin einhcefa landbúnaðarframleiðsla eyðileggur efnahagslíf þróunarlandanna, en það veitir aftur á móti ríku þjóðunum á allt of auðveldan hátt aðgang að ódýrum hrá- efnum, sem hin blómgandi iðnaðarþjóðfélög ríku þjóðanna þarfnast svo mjög". Með nýlendustefnunni breyttist stéttaskipt- ingin í nýlendunum, og hún er víða enn við líði í nýfrjálsu ríkjunum. Fámenn borgara- stétt myndast, en hana skipa einkum kaup- sýslumenn, jarðeigendur, er einkum búa í þéttbýlinu, og atvinnurekendur. Auk þess vex upp innlend miðstétt, sem aðallega fæst við stjórnsýslu-, hernaðar- eða stjórnmálastörf. Yfirstéttin er háð bæði efnahagslega og stjórnmálalega hinum ríku þjóðum og er nauðbeygð til að treysta á efnahagslegt og hernaðarlegt vald ríku þjóðanna. Hið efna- hagslega arðrán á bændum og launþegum sameinar hagsmuni hinnar erlendu og inn- lendu yfirstéttar. En hin veika aðstaða inn- lendu fámennisstjórnanna þvingar þær til að lúta valdi höfuðbólanna þ.e. hinna ríku þjóða. Þannig hefur nú verið komið á alþjóðlegri skiptingu heimsins í snauða hráefnaframleið- endur og ríkar iðnaðarþjóðir og verkaskipt- ingin skipulögð eftir þörfum auðvaldsríkj- anna fyrir hráefni, markaði og fjármuni. FÓLKSFJÖLGUN OG ÞÉTTBÝLI íbúar jarðar eru nú rúmlega 3.500 milj- ónir og árlega hækkar sú tala um rúmar 70 miljónir. Það lætur nærri að íbúurn jarðir fjölgi daglega, sem svarar íbúatölu Islands eða um nær 200.000. Ekki er vitað neitt með vissu um mann- fjölda fyrr á tímurn, en áætlað er að um Kristsburð hafi jarðarbúar verið um 250 miljónir og sú tala hafi lítið hækkað á mið- öldum. Um árið 1650 voru jarðarbúar orðnir tvöfalt fleiri eða 500 miljónir og 150 árum síðar voru þeir 1000 miljónir. A fyrstu sex áratugum þessarar aldar tvöfaldaðist íbúatala jarðarinnar, úr 1500 miljónum um aldamótin í rúmlega 3000 miljónir árið 1960. Nú er áætlað að 30 ár þurfi til að tvöfalda núver- andi íbúatölu, þannig, að um árið 2000 verði jarðarbúar um 7.000 miljónir að tölu. Frá því að homo sapiens eða hinn viti borni mað- ur kom til sögunnar eru liðin meira en 600.000 ár og á þeim tíma hefur mann- kynið náð íbúatölunni 3.500 miljónir. A næstu 30 árum munu bætast aðrar 3.500 miljónir í hópinn. Arið 2120 má því áætla að óbreyttri þróun fólksfjölgunar, að íbúa- 93

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.