Réttur


Réttur - 01.08.1970, Qupperneq 8

Réttur - 01.08.1970, Qupperneq 8
SVAVAR GESTSSON: ENDURTEKURSAGANSIG I VOR? SÖMU ÚRSLIT í 3» ÁR! Það er gamalt dæmi en sígilt um spillingu borgarastéttarinnar1) þegar hún kemst að fjár- munum almennings, að þegar ríkisstjórnin „viðreisn" tók við valdataumunum á Islandi fyrir rúmum 10 árum sendi hún á kostnað almennings frá sér bækling með ýmsum fögr- um fyrirheitum um það hvernig hún hyggð- ist bæta efnahag og afkomu Islendinga. Auð- vitað mistókst þessari ríkisstjórn að efna hin björtu loforð — en efndi hins vegar þau hin lakari og andstæðari hagsmunum almennings. „Auðvitað" vegna þess að ríkisstjórn sem styðst í grundvallaratriðum við lögmál gróða- hyggjunnar hlýtur að mistakast að bæta hag almennings, en um leið getur henni tekizt að festa efnahagskerfi sitt í sessi. Það var ekki nóg með það að ríkisstjórn in dreifði bæklingi sínum inn á hvert heimili í landinu. Hún dreifði vítt um byggðir út- drætti þar sem var í einskonar símskeytastíl greint frá áætlunum ríkisstjórnarinnar. Þessa niðursuðu viðreisnarinnar sá ég raunar fyrst fyrir fáeinum mánuðum — bílstjóri vestan úr Dölum kom með hann til mín og spurði hvort ekki væri tímabært að rifja eitthvað upp af hinum björtu fyrirheitum. Hann sagð- ist sjálfur hafa reynt áróðursmátt slíkrar upprifjunar á langkeyrslum vestan úr Dölum og vestur; þegar tryggir stjórnarsinnar tóku að geypa um afrek stjórnar sinnar á ferða- lögum með bílstjóranum dró hann bækling- inn úr pússi sínu og vitnaði til orðsins og 96

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.