Réttur


Réttur - 01.08.1970, Side 10

Réttur - 01.08.1970, Side 10
launa — það er eina fyrirheitið sem hún hef- ur virkilega reynt að efna. Hefur gengið á ýmsa vegu í þessu stríði stjórnarinnar — nú stendur dæmið þannig að öll laun eru verð- tryggð. En það er stefna ríkisstjórnarinnar að fella niður verðtryggingu launa. Astæðan til þess að eftir var gefið í vor var í fyrsta lagi óttinn við kosningar — en stefnan stendur skjalfest: „Til þess að koma í veg fyrir, að aftur hefjist það kapphlaup milli verðlags og kaupgjalds, sem tókst að stöðva á síðastliðnu ári, leggur ríkisstjórnin til, að óheimilt sé að miða kaupgjald við hreytingar á vísitölu ... Þess vegna leggur ríkisstjórnin til, að það verði afnumið.” Fái núverandi stjórnarflokkar áframhald- andi valdsumboð munu þeir afnema verð- tryggingu launa á ný. HVAÐ HEFUR „VIÐREISNINNI“ TEKIZT? Það er ekki svo að aðgerðir ríkisstjórnar- innar mótist af tilviljunum — þvert á móti eru þær allar hlekkur í stefnu sem hefur haft það markmið að tryggja valdakerfi íslenzku borgarastéttarinnar. Enda þótt ýmsar aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar hafi komið illa við allan almenning hafa þær — einmitt vegna þess — um leið þjónað hagsmunum valdakerfis- ins. Nægir í þessu sambandi að nefna inn- gönguna í EFTA og álverksmiðjuna í Straumsvík. Hvort tveggja þjónar markmið- um borgarastéttarinnar en kemur um leið hastarlega niður á almenningi í landinu. Það er því n*ðurstaðan að hagsmunir almennings og hagsmunir valdastéttarinnar eru ósættan- legir með öllu. Auk þess getur valdastéttin í íslenzka þjóðfélaginu ekki „rasjónalíserað" sitt eigið hagkerfi vegna sundurvirkni hag- kerfisins og fjárhagslegs umkomuleysis. Hér stöndum við frammi fyrir íslenzka kapítalis- manum. Vilji íslenzka þjóðin lifa óháð í landi sínu við sómasamleg kjör verður hún að af- nema þessa þjóðfélagsskipan auðmagns og gróðahyggju. SÖMU KOSNINGAÚRSLIT í 30 ÁR! Það eru ýmsar leiðir til þess að afnema slíka stjórnarhætti: I fyrsta lagi með því að virkja afl fjöldans og gera almenning í land- inu sífellt vakandi í viðleitni sinni til þess að umbreyta þjóðfélaginu og bæta það og í gagnrýni sinni á því sem miður fer. Lýð- ræði borgarastéttarinnar er bundið við kosn- ingar á fjögurra ára fresti — en það hefur komið í ljós á síðustu árum að fylgi flokk- anna hefur breytzt afar lítið — engar rneiri- háttar sveiflur hafa átt sér stað síðan 1942 þegar Sósíalistaflokkurinn þrefaldaði þing- mannatölu sína. Um slík stökk munar veru- lega — hreyfing um einn þ:ngmann til cða frá breytir oftast litlu, þó helzt þegar slíkt getur valdið stjórnarbreytingum í landinu. Hér verður til fróðleiks birt tafla um fylgi flokkanna í alþingiskosningunum 1959, 1963 og 1967 eða í þeim kosningum sem viðreisnarstjórnin hefur feng'ð síendurnýjað umboð til valda í landinu: 1959 (haust) 19 3 1967 Alþ.bandalag 16,0 % 16,0 % 17,6 % Alþýðuflokkur 15,2 — 14,2 — 15,7 — Framsóknarfl. 25,7 — 28,2 — 28,1 — Sjálfstæðisfl. 39,7 — 41,4 — 37,5 — (Þetta er talan samkvæmt úrskurði lands- kjörstjórnar og Alþingis, en hannibalistar fengu 1967 í nafni Alþýðubandalagsins 8,6% atkv. í Reykjavík eða 3,7% yfir land- ið og mun óhætt að reikna Alþýðubandalag- inu a. m. k. helming þess fylgis eins og bæj- arstjórnarkosningarnar 1970 sýna. — „Oháði lýðræðisflokkurinn fékk 1,1% 1967.) 98

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.