Réttur


Réttur - 01.08.1970, Side 11

Réttur - 01.08.1970, Side 11
1959 (haust) 1963 1967 Stjórnarflokk. 54,9 % 55,6 % 53,2 % Stjórnarandst. 45,1 — 44,2 — 45,7 — Aðrir Ut.fl.63. Óh. lýðr.67 0,2 — 1,1 — Eins og hver maður sér eru hreyfingarnar sáralitlar milli flokka á þessum tíma og það er jafnvel sama þótt litið sé yfir lengra tíma- bil. Ef miðað er við fyrri kosningarnar 1942 hefur Alþýðuflokkur fengið hlutfallslega flest atkvæði 1946 eða 17,8% (ekki tekin með í reikninginn talan frá 1956 — „hræðslubandalagið" með Framsókn) en lægst fer flokkurinn í kosningunum í júní 1959, í 12,5%. Framsóknarmenn komast hæst í 28,2% 1963, en eru lægstir í 21,9 árið 1953 (þó með 15,7 1956, „hræðslu- bandalag.). Sjálfstæðisflokkurinn fer hæst í fyrri kosningunum 1959, í 42,5%, en fer aldrei neðar en í 37,1% 1953. Sósíalista- flokkur: Hæsta tala er 19,5% 1946 og 1949, en lægsta tala flokksins var 16,1% 1953 í síðasta sinn sem boðið var fram í nafni flokksins. Alþýðubandalagið náði hæst í næstu kosningum á eftir, 1956, 19,2% og fór svo niður og neðst í 15,3% í fyrri kosning- unum 1959 — þ.e. áður en flokkurinn klofnaði 1967. Alþýðubandalagið hefur sem sósíalískur stjórnmálaflokkur aldrei boðið fram við alþingiskosningar, gerist það fyrst á næsta ári, 1971. Það er ennfremur fróðlegt að athuga að Alþýðuflokksfylgi hreyfist alls um 5,3% af heildarfylginu, en um ca. þriðjung af mesta fylgi flokksins til hins lægsta. Fylgi Fram- sóknar hreyfist um 6,3% af heildarfylginu á tímabilinu eða sem svarar milli fjórðungs og fimmtungs af mesta fylgi flokksins. Sjálf- stæðisflokkurinn hreyfir sitt fylgi um aðeins 5,4% af heildarfylgi — um rúmlega tíunda hluta mesta fylgis síns. Sósíalistar — Sósíal- istaflokkur/Alþýðubandalag — hreyfa sitt fylgi um 4,2% á tímabilinu, eða um ca. fimmtung af mesta fylgi. Af þessum tölum má sjá að breyting á fylgi flokka hefur verið sáralítil um þrjátíu ára skeið — í bartnœr mannsaldur hafa Islend- ingar kosið svo til eins! ÚT FYRIR RAMMANN Þetta staðfestir að kosningar hafa á síð- ustu árum breytt litlu — en það staðfestir ekki að þær geti engu breytt. Það er stað- reynd að á síðustu misserum hefur íslenzka þjóðfélagið verið í deiglu — einkum þeir yngstu í þjóðfélaginu. Yngsta kynslódin á Islandi í dag er fyrsta kynslóð borgaralegra þjóðlífshátta — hún er fyrsta kynslóðin sem frá vöggu hefur fundið tóm neyzlusamfélags- ins og hlýtur því að vera betur til þess fallin að breyta því en fyrri kynslóðir. Dæmin sem hér að framan hafa verið nefnd úr klassískri gagnrýni á ríkisstjórn í borgaralegu samfélagi um það hvernig ríkis- stjórnin hefur svikið gefin fyrirheit — ttygg- ingar, skattar — segja nefnilega ekki alla sögu — raunar mjög takmarkaða því að vankantar neyzluþjóðfélagsins verða ekki einungis mældir í tölum — ekki einu sinni í prósentum! Það er þess vegna takmörkuð og þröng gagnrýni á þjóðfélaginu sem er að- eins bundin við valdsvið stjórnarvalda sem eru kjörin fjórða hvert ár. Gagnrýnin verður að beinast að fleiri þáttum samfélagsins því að valdamiðstöðvarnar eru annars staðar, ó- lýðræðislegar, og því utan seilingar kjör- klefalýðræðisins. Það verður með öðrum orð- um að beina baráttunni að ólýðræðislegum valdastofnunum hvaða nafni sem þær nefn- ast — baráttan hlýtur að vera háð utan þings sem innan. Utanþingsbarátta er einn grund- vallarþáttur í starfi sósíalísks flokks og eftir 99

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.