Réttur


Réttur - 01.08.1970, Side 19

Réttur - 01.08.1970, Side 19
með í reikninginn áhrif hinna raunverulegu lífshátta mannsins á hugsanir hans og tilfinningalif. Um þetta kemst Marx svo að orði: „Við beinum för okkar frá jörðu til himna alveg gagnstætt því, sem gert er í þýzkrl heimspeki, sem stígur niður á jörð- ina af hlmnum ofan. I þessu felst að við göngum ekki út frá því, sem menn segja, ímynda sér eða hugsa upp, né heldur er viðmiðun okkar í leitinni að manninum af holdi og blóði, frásögnin, ímyndunin eða hugsunin um manninn. Viðmiðun okkar er hinn raunverulegi maður athafnarinnar og á grundvelii lífsferlis hans er hægt að sýna þróun hins hug- myndafræðilega endurskins eða bergmáls, sem þetta lífsferli geymir.1) Allt þetta leiðir ekki til þeirrar niðurstöðu, að heitustu óskir mannsins séu af efnislegum toga, heldur er niðurstaða okkar sú að framleiðsluskip- anin, en þó einkum og sér í lagi þjóðfélagsaðstæð- urnar, þ.e. þær þjóðfélagsafstæður, sem menn búa við á hverju einstöku skeiði samfélagsþróunarinnar, móti þær hugsanir og þrár, hugsjónir og trúarsetn- ingar, sem maðurinn lætur stjórnast af og hefur að leiðarljósi í lífsbaráttunni. Þar skildi einmitt milli Marx og samtíma hug- myndafræðinga kapitalismans, að hann áleit ekki tilurð kapítalismans eiga rót sína að rekja til mann- legs eðlis, og hann var ekki heldur þeirrar skoðun- ar, að þau efnahagslegu markmið, sem hann játaði, að kapítalisminn léti stjórnast af, væru altæk og samþætt mannlegu eðli. Þvert á móti var það ein- mitt sjálft inntak gagnrýni Marx á kaupitalismann, að hann hefði nú skapað þjóðfélagsaðstæður, sem væru skaðlegar öllum sannmannlegum verðmætum og tefldu tilveru okkar i voða. Undirrót alls þessa var einmitt það einkenni kapítalismans að gera ásókn I peninga og efnislegan ávinning að hvata efnahagslifsins. (I þessu sambandi stoðaði það ekkert, að kapítalisminn sem slikur hafði verið söguleg nauðsyn og hafði borið sinn ávöxt). Þess- ar aðstæður allar knýja á um að komið verði á sósíalisku þjóðskipulagi, sem ekki lætur stjórnast af fjárhagslegri ábatavon, heldur af mannlegum þörfum og hagsmunum samfélagsins. J) Marx og Engels, Die deutsche Ideologie (Þýzkur hugmyndahelmur). LOKAORÐ Mikilvægi marxismans felst ekki einungis í aðal- viðfangsefni hans, því að koma á sósialisma. Hann hefur einnig að geyma fullkomna heimsskoðun, Weltanschauung, sem tengir alla mannlega hugsun og gerðir ákveðnum grundvallaratriðum gagnvirkni og þróunar. Leit Marx að söguskoðun leiddi nefni- lega til þess, að hann varð að rannsaka inntak og eðli raunveruleikans og manninn sem einn þátt þessa raunveruleika í því skyni að skapa þjóðfé- lagskenningum sínum heimspekilegan grundvöll. Tilvera marxismans sem grundvallarviðmiðunar um mikinn hluta heims er þeim mun mikilvægari sem við sjáum, að víðtæk uppgjöf rikir annars stað- ar, og heimspekin hefur afsalað sér allri ábyrgð á því, hvort við skiljum eðli og örlög mannsins. Það er laukrétt hjá Toynbee, þegar hann segir: „Þjóð- félag getur ekki varðveitt félagslegt samhengi sitt, nema yfirgnæfandi meirihluti þegnanna eigi sam- eiginlegar fjölmargar grundvallarhugmyndir og hugsjónir.1)'' Meðan hið andlega lif á vesturlöndum er gagn- sýrt af efahyggju, veitir marxisminn svör, sem virð- ast ná til alls hins sögulega veruleika og veita inn- sýn í gangverk hins kapítalíska efnahagskerfis og lögmál félagsþróunarinnar. Marxisminn er sögu- skoðun að því leyti, að hann setur sér það mark að gefa tæmandi skýringu á menningarþróun okkar og jafnframt nokkra vísbendingu um það, hvers við megum vænta I framtíðinni og hvað útheimtist af okkur til að það gerist. Sem söguskoðun hefur hann náð meiri útbreiðslu en nokkur önnur heildarskýr- ing, sem fram hefur komið á vorum dögum. Engels hélt þvi meira að segja fram, að marxisminn hefði valdið áþekkri byltingu í félagsvisindum og kenn- ingar Darwins gerðu á sviði raunvísinda. Ætla mætti, að þetta væri ærið tilefni fyrir nú- tímamenn til að kynna sér hann gaumgæfilega. Sigurður Ragnarsson þýddi. () A. Toynbee, A Historian's Approach to Religion (Trúarbrögðin af sjónarhóli sagnfræðings). Arnold Toynbee, f. 1889 er brezkur sagnfræðingur og há- skólaprófessor. 107

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.