Réttur


Réttur - 01.08.1970, Síða 25

Réttur - 01.08.1970, Síða 25
Búkarestfararnir frá 1953 ættu að heimsækja Rúmeníu á 20 ára afmælinu og fara þangað í hópferð árið 1973. Slíkt mundi stuðla mjög að auknum skilningi milli þessara fjarlægu þjóða, og það er ómaksins vert. II Stjórnmálaflokkur verkalýðsstéttarinnar er í sjálfu sér ekki annað en baráttutæki hennar. Hann er engum háður, öðrum en henni og hagsmunir hennar eru hans eina leiðarljós. Þetta gildir, hvort sem hann á í höggi við harðvítugt kapítalískt ríkisvald eða hann hef- ur náð úrslitavöldum í þjóðfélaginu. Vandinn er sá í báðum tilfellum, að flokkurinn verði ekki viðskila við verkalýðsstéttina í athöfnum sínum og stefnumótun. Sem baráttutæki verð- ur flokkurinn að stofnun. Sem stofnun öðlast hann eigið innra líf, sem aldrei nær lengra en að vera í vissum tengslum við líf og lífs- hræringar verkalýðsstéttarinnar sjálfrar. 1 kapítalísku þjóðfélagi þarf verkalýðs- flokkurinn látlaust að fjalla um sjálf hin brýnu hágsmunamál verkalýðsstéttarinnar, stýra kröfugerð hennar á hverjum tíma og taka öflugan þátt í pólitísku lífi þjóðfélags- ins. Þetta getur hann ekki, nema hann rækti náin tengsl við verkalýðsstéttina. Honum ber að forðast að verða að fáfengilegum mál- fundaklúbb, þar sem taláð er líflega um fyr- irheitna landið en sagt lítið um hin brennandi mál stéttarinnar og stefnt frá raunverulegri þátttöku í pólitísku lífi þjóðfélagsins. Með þeim hætti vex flokkurinn frá verkalýðsstétt- inni og tengslin rofna. I þjóðfélagi, þar sem verið er að taka skref- in til búskaparhátta sósíálismans og flokkur verkalýðsstéttarinnar hefur tekið þar í sínar hendur öll pólitísk völd, þarf hann að sinna, sem aldrei fyrr, lífshagsmunamálum alþýð- Oliuhreinsunarstöð i Ploesti. unnar í landinu og varða á raunhæfan hátt veginn til sósíalískrar uppbyggingar. Þessu verkefni veldur hann ekki nema í mjög nán- um tengslum við verkalýðsstéttina. Honum ber að forðast að setja sig ofar stéttinni og með því að hann er ekki aðeins stofnun, held- ur öflug valdamiðstöð, verður tilhneigingin í þá átt ríkari, og örðugra að hamla gegn henni. Inn í þetta fléttast svo hin stranga varðstaða flokksins gegn gagnbyltingartil- raunum. Við ræddum opinskátt við rúmensku fé- lagana um þessi mál, sem ekki töluðu neina tæpitungu um hættur og mistök á þessu um- breytingaskeiði þjóðfélags þeirra, en forystu- menn Alþýðusambandsins bentu okkur á, að um f jórði hver iðnverkamaður í landinu væri í Kommúnistaflokki Rúmeníu, og það væri hvort tveggja í senn, rnikil viðspyrna og að- 113

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.