Réttur


Réttur - 01.08.1970, Qupperneq 30

Réttur - 01.08.1970, Qupperneq 30
EINAR OLGEIRSSON: MENGUN OG GRÖÐI Mengun er í einu vetfangi orðin ein ægilegasta hætta, sem yfir mannkyninu vofir, — í ætt við eyð- ingu heims í atomstyrjöld. Ýmsir visindamenn eru að gera heiminum Ijóst að í skefjalausri iðnvæðingu og uppfyndingu og stórframleiðslu gerviefna án tillits til afleiðinga býr geigvænleg hætta: Hinn iðnvæddi maður er að eitra og eyðileggja umhverfi sitt: — gera fljót og höf að forarvilpum, eitra fisk- ana, gera andrúmsloftið banvænt, stofna í hættu skini sólar, gera stórborgir að eiturloftsbælum o. s. frv. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna tilkynnti að í fyrsta skipti stæði mannkynið frammi fyrir kreppu nýrrar tegundar: kreppu umhverfis mannanna. 200 mengunarsérfræðingar á fundi í París 1968, er hald- inn var að frumkvæði Unesco, menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, ályktuðu: „Innan 20 ára mun sá hnöttur, er vér lifum á sýna fyrstu merki þess að verða menguninni að bráð: — andrúmsloftið verður þannig að menn og dýr geta ekki andað því að sér; lífi verður lokið í ám og vötnum; jurtirnar munu skrælna af eitri'*. Tilvera mannkynsins er í veði. Og meðan þetta vofir yfir varpa Bandarikin 100 miljónum punda af eiturefni yfir tæpar 2 miljónir hektara i Suður-Víetnam. Uppskeran á meir en miljón hekturum þar var eyðilögð á fyrstu 10 mán- uðum ársins 1969. 285 þúsund manns þar veiktust af eitrinu. Eitrið breiðist út, fer i vötn og höf. Og óhugnanlega mikill fjöldi mæðra fæddu vansköpuð börn sem afleiðing af eiturefnum þessum. Þannig eykur ríkasta land jarðar á hina geigvænlegu hættu, sem fyrir er. Hver er undirrót þessarar hættu? 118

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.