Réttur


Réttur - 01.08.1970, Qupperneq 31

Réttur - 01.08.1970, Qupperneq 31
Undirrótin er hin tryllta, hamslausa gróðalöngun, sem fær auðjöfra jarðar til þess að setja framleiðslu stóriðjunnar á markað mannkynsins án þess að áður sé gengið úr skugga um skaðleysi afurðanna. — Menn muna hin óhugnanlegu Thalidomid-mála- ferli þegar voldugur auðhringur setti á markað efni, sem olli því að börn fæddust vansköpuð. Tillitslaus stóriðjuframleiðsla, sem miðast við gróðasöfnun einvörðungu i stað raunverulegra þarfa mannanna, er orðin lífshættuleg mannkyninu. Það verður að taka þessi mál föstum tökum um allan helm: Gera mengun lofts oq lagar að glæp- samlegu atferli, framkvæma algera endurskoðun á allri þeirri stóriðju, sem fyrir er, og skylda eigendur til þeirra breytinga, sem geri starfrækslu hættu- lausa eða stöðva hana ella. Það þarf að banna sölu á efnum eins og DDT og ýmsum fleirum. Það verð- ur ef til vill lika að banna alla olíuvinnslu á hafs- botni. Það verður að gerbreyta bílaframleiðslunni þannig að þeir eitri ekki lengur andrúmsloftið. Almenningur í heiminum verður að láta þessi mál til sín taka af fullri alvöru, því auðfélög heims munu i algeru ábyrgðarleysi að vanda þverskallast við þeim ráðstöfunum, sem gera þarf af því þær svifta þau gróða og valda þeim jafnvel tapi. Sú auð- mannastétt, sem þegar hefur framleitt nóg af atóm- sprengjum og sýklavopnum til að tortíma öllu mann- kyni, vílar ekki fyrir sér að standa sem þröskuldur i vegi þeirra aðgerða, sem aðkallandi eru vegna framhaldslifs mannanna á jörðinni. Alþýða manna verður sjálf að knýja umbreytinguna fram og taka stjórnina á henni i sínar hendur. Jafnframt baráttunni gegn mengunarhættunni, sem stafar af tillitslausri gróðafýkn stóriðjuhölda auð- valdsríkjanna, verða hin sósíalistísku ríki einnig að vera á verði i þessum efnum. Eins og þau hafa orðið að framleiða eyðingarvopn til varnar sér i „jafnvægisleik ógnanna", svo hefur og þörfin á skjótri iðnvæðingu leitt til þess að viða hafa þessi mál ekki verið athuguð í tíma og þarf nú að bregða við af krafti. Þegar við Islendingar tökum þessi mál fyrir af alvöru og skipum þær stofnanir, sem varðveita skulu heilbrigt umhverfi i landi voru og sjó, eftir því, sem við ráðum við, þá er brýnasta nauðsyn á að slíkar stofnanir, stjórnir þeirra og sérfræðingar, séu algerlega óháðar þeim auðfélögum, sem meng- unarhættunni valda og erindrekum þeirra, sem ekkert sjá nema vonina um gróða. Svona auglýsing hefur birzt í amerískum blöðum frá náttúruverndarsamtökum vegna DDT- magnsins í likama manna, sem orðið er brjóstmylkingum hættulegt. Álverksmiðjan í Straumsvík er þegar farin að eitra sitt umhverfi og vaidaaðilar reyna að bæla niður umræður um það og hindra aðgerðir gegn hættunni. Samtímis er undirbúin margföldun verk- smiðjunnar. Og einnig nyrðra er nauðsynlegt að staðið sé á verði. 119

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.