Réttur


Réttur - 01.08.1970, Page 32

Réttur - 01.08.1970, Page 32
VÍTA- HRINGURINN Hvernig stendur á því að verðbóigan vex hraðar á Islandi en í nokkru öðru landi í Evrópu, eða 10—12% á ári? Af þvi hér hefur valdastéttin ekki hag af því að stöðva hana eða hafa hana sem minnsta. Hver er valdastéttin hér? Atvinnurekendastéttin í verzlun, iðnaði og sjóvar- útvegi, en innan hennar er stórkaupmannastéttin pólitískt ráðandi og ábyrg fyrir þróuninni. Hver er valdastéttin í Vestur-Evrópu? Fjármálaauðvaldið, — sú stétt, sem á fjármagnið, bankana og auðhringana og hefur því hag af festu í efnahagslífinu, lægri verðbólgu, 3—5%. Hvað er það hjá valdastéttinni hér, sem veldur áhugaleysi hennar um festu í verðlagsmálum? Valdastéttin íslenzka á ekki veltuféð, — það eiga ríkið, smásparendur, almenningur og sjóðir m. a. verklýðsfélaga. Valdastéttin íslenzka hefur því hag af að fé þetta fé að láni og afskrifa það sem skjótast með verðbólgu. Hún hleypur með lánin i fasteignir og heimtar svo verðhækkanir og gengis- lækkanir og fær þær, því handhafar ríkisvaldsins eru þjónar hennar. Og hún slær tvær flugur i einu höggi með verðbólgu og gengislækkun: 1) lækkar hin raunverulegu laun verkalýðs; 2) lækkar raun- gildi skulda sinna, en eykur verðgildi fasteigna sinna. Eru ekki hagsmunaárekstrar innan valdastéttar- innar um þessa pólitik? Sjávarútvegsmenn hafa tjón af verðbólgunni vegna þess að höfuðmarkaður þeirra er erlendis. Verðbólgustefna valdastéttarinnar er því andstæð þeirra hagsmunum. Sjávarútvegurinn er hinsvegar gullhæna atvinnurekendastéttarinnar (og undirstaða þjóðarbúskaparins), sem ekki má slátra. Þegar verðbólgubraskarar yfirstéttarinnar eru búnir að keyra verðbólguna svo glannalega að þeir eru að drepa sjávarútveginn, þá neyðast þeir til að fara i gengislækkun til að „bjarga" honum, — og setja verðbólguhjólið sitt i gang á ný. Hvað gerir auðvaldið erlendis, þegar það neyðist til að ganga að kauphækkunum verkalýðs? Það lætur þá atvinnurekendur, sem ekki standast kauphækkanirnar velta um koll. Stórlaxarnir í at- vinnurekendastétt skipuleggja hinsvegar atvinnu- reksturinn æ betur og í stærri stíl, til þess að standast kauphækkanirnar og láta þær aðeins að litlu leyti fara út í verðlagið. Hér heima vilja at- vinnurekendur fá að velta afleiðingum af lélegu skipulagi sinu, óhóflegum kostnaði og hlutfallslega of mikilli yfirbyggingu yfir á alþýðu manna með verðbólgupólitikinni. 120

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.