Réttur


Réttur - 01.08.1970, Síða 34

Réttur - 01.08.1970, Síða 34
BANDARlKIN Eftir stríð hugðust Bandaríkin í valdahroka sínum að verða einskonar „öryggislögregla" heims. Þau hugðust í krafti auðs og valds segja öðrum þjóðum hvaða skipulag þær mættu hafa hjá sér og refsa þeim, er eigi færu að ráðum þeirra. Nú er svo komið að Bandaríkin hafa gef- izt upp við þessa valdadrauma sína. Þau sýna að vísu enn að þau geta skapað „stundarfrið", kvalastað fangelsa eins og Con Son, kyrrð dauðans eftir múgmorð eins og í My Lai, en það magnar aðeins andstyggðarmúrinn, sem umlykur valdakerfið. Og meðan þau þannig verða að gefast upp við að sigra hetjuþjóð Vietnam, þá verða stórborgir Bandaríkjanna sjálfra einhverjir öryggislausustu staðir heims: A þingi amerísku kvennasamtakanna lýsir ræðukona því yfir að nú sé ekki lengur hægt að veita sér það að ganga út á kvöldin sér til ánægju. ,,Við erum hræddar við að ganga á götunni eftir að farið er að rökkva". Og þetta er ekki að ástæðulausu: A árinu 1969 voru 14600 manns myrtir í húsum eða á götum úti eftir upplýsingum bandarísku lögreglunnar (FBI). Það eru fleiri en hermálaráðuneytið taldi hafa fallið í Viet- nam, 9414 á árinu 1969- A sama ári var tala Jíeirra kvenna, er nauðgað var í Bandaríkj- unum, hærri, en tala þeirra amerískra her- 122 manna, er særðir voru svo sjúkrahúsvistar þörfnuðust í Víetnam. I stórborgum eins og Chicago verða sér- stakar lögreglusveitir að vernda kennara gegn árásum nemendanna og börnin gegn eitur- lyfjasölunum. I New York vaka 3400 lög- reglumenn yfir neðanjarðarbrautunum, svo farþegar komist heilir á húfi úr vögnunum. Glæpamannahringir, skipulagðir á auð- hringavísu eru taldir eiga 10% alls auðmagns í hlutafélögum Bandaríkjanna og reka flestir miljónafyrirtæki sín, einkum í okri, eitur- lyfjasölu, veðhlaupum og fleiru án þess „rétt- vísin" trufli þá nema einstaka sinnum. Samtímis gjaldþrotinu á sviði öryggisins heima fyrir, hjá því ríki, sem þóttist ætla að gæta öryggis allrar jarðar, blasir svo við gjaldþrotið í þjóðfélagsmálunum: Stríðinu gegn fátœktinni heima fyrir var fórnað fyrir styrjöldina gegn einni fátækustu þjóð verald- ar, hetjuþjóð Víetnam. Og hæði stríðin töp- uðust. Fátæktin vex í Bandaríkjunum. Misskipt- ing lífsgæðanna í ríkasta landi heims hrópar til himins — og til hjartna og heila hinna fátæku og stúdentanna. 4,6 miljónir manna eru atvinnulausar. Vaxandi verðbólga og lækkandi laun hrjá miljónir manna. Heilir borgarhlutar hrörna, rotturnar herja á íbúana og mesta herríki heims getur vart varið íbú- ana fyrir Jseim: í New York réðust rottur á 160 manns á árinu 1969- — Vissir borgar-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.