Réttur


Réttur - 01.08.1970, Síða 39

Réttur - 01.08.1970, Síða 39
Jafnframt vex samstarf olíuhringa og efna- iðnaðarhringa og það þvert yfir öll landa- mæri. B.P. í Bretlandi og efnaauðhringurinn Pechiney í Frakklandi byggja saman efnaiðn- aðarverksmiðju í Marseille. Shell og vestur- þýzki efnaiðnaðarjötuninn Badische Anilin und Sodafabrik (arftaki hins alræmda I.G.F.) hefja samvinnu og þannig mætti halda áfram í það endalausa. Það eru t.d. fjögur auðfélög, sem ráða tveim þriðju allrar þvottaefnisfram- leiðslu auðvaldsheimsins: Unilever 25%, — Procter & Gamble (USA) 25%, — Colgate- Palmolive-Peet (USA) 10% — og Henkel (V.-Þýzkaland) 10%. Allir stærstu auðhringirnir eru orðnir margþjóða, t. d. er Unilever-hringurinn, sem hefur meir en miljarðs punda höfuðstól og 2,3 miljarða punda veltu á ári, með 320 þús- iincl starfsmenn og verkamenn í 130 löndum heims. Hann er 9- stærsti auðhringur heims. — Eignahlutfallið í Shell, sem hefur 114 þúsund verka- og starfsmenn í ótal löndum er þannig að 30% fjármagnsins er brezkt, 20% hollenzkt og 20% bandarískt. Gagnvart litlu ríki eins og Hollandi eru tveir voldugustu auðhringirnir þar: Philips og AKU alþjóðahringir og ægivald í hol- lenzku efnahagslífi. Hjá Philips vinna 244 þúsund manns og hluthafarnir eru í 40 lönd- um. Tuttugu stærstu auðfélög Sviss höfðu í fyr- irtækjum sínum í Sviss 94 þúsund manns, en í fyrirtækjum sínum erlendis 264 þúsund. AFe.fr/e-hnngurinn hefur 95% reksturs síns utan Sviss. (Sjá nánar um auðmagn Sviss í 52. árgangi Réttar, 1969, bls. 185). Því er svo komið að 200—300 alþjóðleg- ur auðmagnssamsteypur í framleiðslu og verzlun auðvaldsheimsins eiga 75% af höfuð- stól allra iðnaðar- og fjárrnálafyrirtœkja. Og þessi auðfélög með útibúum og verksmiðjum innan allra tollkerfa geta sjálf ráðið verð- laginu, sem þau skýra frá til skatta á hráefn- um sínum og vörum og skammta sér þannig skattana, — eins og t.d. Alusuisse gerir á Islandi. Fyrir baráttu verkalýðsins gagnvart auð- mannastéttinni veldur þessi hraðvaxandi al- þjóðlega samsteypa nauðsyninni á ennþá al- þjóðlegra samstarfi bæði verklýðssamtak- anna í kaupgjaldsmálum svo og sósíalistískra verklýðsflokka á stjórnmálasviðinu. Forusm- menn ítölsku og frönsku kommúnistaflokk- anna lögðu sérstaka áherzlu á þetta alþjóðlega samstarf á sameiginlegum fundi, er þeir héldu nýlega. URUGUAY I því landi, sem eitt sinn var fyrirmyndar- ríkið í Suður-Ameríku og efnaðasta landið, — Uruguay , — hefur ástandið farið hríð- versnandi síðustu ár. Þetta litla ríki skuldar nú 500 miljónir dollara erlendis. A tveim árum, frá 1967 til 1969, óx dýrtíðin á nauðsynjavörum um 200%. Atvinnuleysið vex þannig að meir en 10% fullorðinna manna er atvinnulaus. Landflóttinn síeykst. 4% jarðeigenda eiga um 60 % alls nothæfs lands. Ríkisforsetinn Pacheo Areco, fyrrum bak- ari, hefur komið á einræði og bannað vinstri- flokkana. I fangelsunum er beitt pynding- um gagnvart stúdentum, verklýðssinnum og þeim, sem samúð hafa með Tupamaros-sam- tökunum. Þessi síðarnefnda þjóðfrelsishreyf- ing kennir sig við Inka-leiðtogann Tupac Amaru, er stóð fyrir uppreisn gegn Spán- verjum á 18. öld. Hún nýtur mikillar samúð- ar hjá alþýðu, rænir þá ríku en gefur þeim fátæku að hætti Hróa hattar. I apríl 1970 skutu þeir yfirmann leynilögreglunnar, sem þeir töldu ábyrgan fyrir pyndingunum. Hafa 127

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.