Réttur


Réttur - 01.08.1970, Síða 46

Réttur - 01.08.1970, Síða 46
INNLEND □ r' VÍÐSJÁ n i UM SPRENGINGAR „Ekki er leið að öðlast frið. / Áin freyðir gegnum hlið. / Þeir eru reiðir vestan við, / Vaðlaheiðarjárntjaldið". — Svo kvað Egill Jónasson á Húsavík skömmu eftir að Þingey- ingar sprengdu stíflu Laxárvirkjunar í Mið- kvísl milli Arnarvatns og Geirastaða. Þetta mál hefur vakið mikla athygli og verður rakin hér forsaga þess að nokkru: þegar lokið var við stíflumannvirki 1960 í Yztukvísl hjá Geirastöðum, þ.e. við Mývatnsósa, sneri Lax- árvirkjunarstjórn sér næst að því að þurrstífla Miðkvísl. Þingeyingar telja, að aldrei hafi verið samið um þessa framkvæmd við land- eigendur og verkið var unnið gegn vilja þeirra. Engar skaðabætur hafa heldur fengizt greiddar. Með þessum aðgerðum var alger- lega lokað samgönguleiðum silungs milli Mý- vatns og Laxár. Afleiðing þess hefur orðið sú, að urriðaveiði hefur farið stórþverrandi bæði í Mývatni og Laxá. Aðgerðir við stífluna í Miðkvísl voru fyrst og fremst við það miðaðar að sýna Laxár- virkjunarstjórn að Þingeyingar láta ekki sitja við orðin tóm í stríðinu um Gljúfurversvirkj- un. — Svo segir í fréttaskeyti því er Þjóð- viljinn birti daginn eftir sprenginguna, sem var 2. ágúst sl. Ekki er staður né stund til þess að rekja þetta mál ítarlega hér í Rétti — verður von- andi tækifæri til þess síðar. Að sinni verður aðeins reynt að benda á fjögur mikilvæg atriði, sem komið hafa í ljós í þessu máli, sem hafa almenna þýðingu og unnt er að draga lærdóma af síðar meir. 1. Að undanförnu hefur borið á því í vax- andi mæli að almenningur telur að yfirvöld, hvaða nafni sem þau nefnast, skilji ekki ann- að en hörku; það hafi enga þýðingu lengur að vera að gera samþykktir og ályktanir, á- skoranir og bænarskjöl. Það verði að sýna fulla hörku í viðskiptum við yfirvöld. Þetta kemur fram í sprengingu Þingeyinga — sem voru á annað hundrað talsins og koma fram allir sem einn maður. Þetta kom fram í sendi- ráði Islands í Stokkhólmi í vor — taka sendi- ráðsins ýtti af stað skriðu, fyrst óánægju 03 andúðar, síðan skilnings á kjörum og erfið- leikum íslenzkra námsmanna. Þessar aðgerðir endurspegla því þá andúð á valdi — „átorí- teti" — sem hefur víða birzt erlendis, m.a. árás ungmenna í Vestur-Berlín á Springer- pressuna. 2. Þessar aðgerðir, „harka" þeirra, reynist hafa áhrif á yfirvöld og þar með hafa árangur í för með sér. Það þýðir vafalaust áframhald slíkra aðgerða nema yfirvöld láti sér skiljast að valdbeiting — þó óbein sé af hálfn yfir- valda þýðir gagnsvar. Með „valdbeiting" á ég ekki einungis við sprengingar og töku sendiráða — ég á líka við það ofbeldi þegar yfirvöld neita að taka til- lit til óska almennings og fara sínu fram án þess að skeyta hið minnsta um hagsmuni og 134

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.