Réttur


Réttur - 01.08.1970, Qupperneq 47

Réttur - 01.08.1970, Qupperneq 47
vilja þeirra sem í hlut eiga. Með slíkri fram- komu sýna yfirvöld ofbeldi. 3. Aðgerðir Þingeyinga eru líka staðfest- ing á því að tæknivæðingu verður að halda innan eðlilegra marka. Það er ekki unnt leng- ur að réttlæta alla hluti með því, að þeir gefi af sér arð í augnablikinu — það ber líka að taka tillit til dagsins á morgun. Já- kvæði dagsins í dag getur orðið neikvæði morgundagsins. Islenzk náttúra geymir verð- mæti sem verða ekki alltaf talin í krónum og aurum, dollurum og sentum, en eru samt mannleg verðmæti. Manngildið verður að ráða ferðinni umfram ágóðavon augnabliks- ins. 4. Það kemur í ljós við aðgerðir stúdent- anna í Stokkhólmi og aðgerðir þingeyskra bænda að afstaða almennings er mismunandi: Aðgerðir stúdentanna beindust ekki aðeins gegn ranglátum kjörum þeirra sjálfra. Að- gerðir þeirra settu þeir sjálfir í breitt þjóð- félagslegt samhengi og þar með lýstu þeir andúð á stéttaþjóðfélaginu og kröfðust sósíal- isma, stéttlauss þjóðfélags. Þar með lýstu námsmennirnir því yfir að þeir gætu ekki orðið atkvæðamassi borgaralegra flokka. Auk þess eru námsmenn skoðaðir af yfirvöldum sem bónbjargarmenn —- þeim er unnt að setja stólinn fyrir dyrnar með því að svipta þá lánastuðningi. Þetta lýsir auðvitað átak- anlegar en allt annað viðhorfum peninga- þjóðfélagsins — kom m.a. fram í ræðu for- sætisráðherra Jóhanns Hafsteins á alþingi í vor. Námsmennirnir eru af yfirstéttinni tald- ir þannig þjóðfélagsstétt að óhætt sé að ráð- ast á þá með skömmum og svívirðingum eins og Morgunblaðið, Nýtt land — frjáls þjóð, Tíminn og Alþýðublaðið gerði í vor að ó- gleymdum hlut sjónvarpsins. Hins vegar þorir enginn að segja neitt misjafnt um bændur. Morgunblaðið kemst Iengst í því að segja í framhjáhlaupi, að með lögum skuli land byggja! Þó er vitað að borgarastéttin í Reykjavík er rasandi vegna framtaks þingeyskra bænda og Morgunblað- inu hafa vafalaust borizt ófá lesendabréfin með skömmum um bændur nyrðra. En svo miklu ræður atkvæðasjónarmiðið, svo skammt nær ritfrelsið, að uppalningar Morgunblaðs- ins í hatursáróðri fá ekki að greina frá sjón- armiðum sínum. I hópi bændanna sem sprengdu nyrðra eru nefnilega menn úr öll- um flokkum. —- sv. 135

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.