Réttur


Réttur - 01.08.1970, Síða 48

Réttur - 01.08.1970, Síða 48
NEISTAR Martröð mannkynsins ,,Ég er þeirrar skoðunar, að í augum flestra Evrópumanna séu Bandaríkin hættulegasta land jarðarinnar. Á síðastliðnum þrjátiu árum hefur mynd manna af Banda- ríkjunum orðið því verri sem þau urðu voldugasta land heims. Vafa- laust er óttinn, sem þau vekja enn meiri hjá þjóðum rómönsku Ame- ríku, Asíu og Afríku. Þær finna til enn meiri skelfingar en við. Þær hljóta að hafa það á tilfinningunni, að Bandarikin geti hvenær sem er hafið afskipti af málefnum þeirra með sömu ægilegu afleiðingunum og í Suðaustur-Asíu. Fyrir alla ver- öldina er CIA orðið að þeirri grýlu, sem kommúnlsminn eitt sinn var Bandaríkjunum. Hvar sem árekstrar, ofbeldisverk, sorgleikir gerast, þá grunum við flestir CIA um að standa á bak við. Banda- ríkin eru martröð alls mannkyns". Arnold Toynbee, hinn heims- frægi enski sagnfræðingur, í svari við spurningu ,,New York Times". Vandamál borga Afnám andstæðnanna milli borga og sveita er ekki aðeins mögulegt. Afnám þetta er orðin bein nauðsyn iðnaðarframleiðsl- unnar sjálfrar, rétt eins og það er orðið nauðsyn landbúnaðarfram- leiðslunnar og, þar að auki, al- mennrar heilbrigði. Það verður að- eins bundinn endi á núverandi eitrun lofts, lagar og lands með sameiningu borga og sveita; og aðeins slik sameining getur breytt tilveru fjöldans, sem nú vanþrifst i borgunum. Friedrich Engels: Anti-Dúhring. 1878. Að verða menn Þegar leiftur hugsunarinnar hef- ur greipzt óafmáanlega í frjóan huga fólksins, mun það frelsa sig sjálft og verða menn. Karl Marx. Aðeins í áralangri baráttu getur sú stétt, sem steypir hinu forna mannfélagi, hreinsað sig af sora þess, og orðið fær um að skapa hið nýja þjóðfélag. Karl Marx. Gagnrýni trúarbragðanna endar með þeirri kenningu að gagnvart manninum sé maðurinn hin æðsta vera, sem sé með þeirri skilyrðis- lausu skyldu að bylta öllu þvi á- standi, þar sem maðurinn er þrælkuð og lítillækkuð, aum og yfirgefin, fyrirlitleg vera .... Karl Marx. I Ég kalla byltingu umskipti allra hjartna og upplyfting allra handa til heiðurs hins frjálsa manns. Karl Marx. „En réttlæti verður ekki fyren við erum sjálfir menn. Aldir munu liða. Sú réttarbót sem var gefin okkur af síðasta kóngi mun verða tekin frá okkur af þeim næsta. En einn dagur mun koma. Og þann dag sem við erum orðnir menn mun guð koma til vor og gerast vor liðsmaður." Halldór Laxness: Blindi glæpamaðurinn í „íslands- klukkunni". „Þannig táknar Jesús á nokk- urnveginn raunhæfu máli alþýðu- mann 17. aldarinnar frammi fyrir valdi og réttvisi aldar sinnar, nið- urlæging hans og stegling er nið- urlæging og stegling þjóðarinnar á þessari öld, sérhvers einstak- lings. Jesús er spegilmyndin af hinum kaghýdda Suðurnesjamanni Islands .... I samlíðan alþýðunnar með þessari austurlenzku sögupersónu, skynjaðri á dulfræðilegan hátt, má heyra stunur hennar undir stjórn- arfarslegri grimmd valdastéttanna á þessum mannhaturstímum .... Goðsögnin um Jesú íklædd ótal gervum og dulargervum, er ein- hver algengasta uppistaða í skáld- skap Vesturlanda. Það er vegná þess að Jesúgervingurinn hlýtur ævinlega að standa mönnum fyrir hugskotssjónum sem tákn hins undirokaða, fyrirlitna mannkyns, sem er þó um leið hið æðsta sem við þekkjum, guðdómlegt i eðli sínu." Halldór Laxness: i „Inngangi að Passíusálmum". Nixon-skan „Cambodiu-aðgerðin heppnast ekki. Hún mun misheppnast af því hún breiðir út stríðið og skapar aðstæður, sem gera það enn þá erfiðara að binda endi á stríðið . . Við höfum úthelt blóði 325 þúsund Bandaríkjamanna. Eigum við að halda þessu áfram í það enda- lausa?" Mike Mansfield, öldungaráðs- maður. (Reuter, 18. mai 1970). 136

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.