Réttur


Réttur - 01.01.1973, Síða 5

Réttur - 01.01.1973, Síða 5
land að gugna á landhelgismálinu og gefast upp við brottflutning bandaríska hersins. „Margur í mannslíki moldvörpu andi sig einn sénan fær — hann sér ei lengra." Svo kvað Bjarni Thorarensen. Sú manntegund, sem þannig hugsar og ritar hlakkar yfir Jíeim erfiðleikum, sem yfir Island dynja, og ætla oss að breyta sem þeir hefðu gert. Þeir þekkja oss illa. Þó er nauðsyn að vera á verði. Moldvörpu- andinn getur einnig náð ítökum hér. Þess má minnast að er Marshallhjálp var stofnuð, lýsti einn af fremstu stjórnmálamönnum Is- lands yfir því, að Island yrði þar með sem veitandi en ekki þiggjandi. Svo fór þó að íslenzka ríkisstjórnin tók að gerast þiggjandi þar í stórum stíl og leiddi það til eftirlits og yfirstjórnar amerísks fjármálavalds á efna- hagslífi Islands. Það eru alltaf til menn, sem geta hugsað sér að græða á hverju sem er. Framkoma eins og hjá Sir Alec og „Aften- blad'hnu hvetja því til varúðar. Jafn sjálf- sagt sem það er að þiggja þær gjafir erlend- ar, sem gefnar eru af góðum hug og þakka þær vel, — svo sjálfsagt er og hitt hvoru- tveggja: að hafna gjöfum, sem bundnar eru skilyrðum, — og að gæta þess að láta engar gjafir hafa á sig áhrif til undanláts eða upp- gjafa í íslenzkri sjálfstæðis- og réttinda-bar- áttu — því þá væru slíkt mútur en eigi gjafir. Baráttuna fyrir 50 mílna landhelginni þarf að herða nú, enda allar siðferðilegar forsendur fyrir fullum og skjótum sigri þar, 5

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.