Réttur - 01.01.1973, Side 9
skaði, ef svokölluð vinstri stjórn hefði fallið á efna-
hagsmálum I annað sinn.
En þrátt fyrir það þurfum við Alþýðubandalags-
fólk ekki um að hælast — okkar er lika sökin. Þeg-
ar að því kom að leysa efnahagsmálin, kom I Ijós
að flokkurinn var illa undir það búinn og hafði
ekki á takteinum úrlausnir eða ráð hvernig bregð-
ast ætti við.
Flestir okkar höfum vanmetið kerfið sjálft en of-
metið möguleika stjórnvalda til að móta það. Við
héldum að hægt væri að láta kerfið ganga með
litlu eða engu brennsluefni. Nú vitum við hvernig
kerfið gengur. Við vitum að óbreytt kerfi og ó-
breytt stefna kalla á árvissar gengisfellingar upp á
um það bil 11%. Frá þessari vissu getur aðeins
gagngjör stefnubreyting forðað okkur. Mun ég
seinna í þessari grein gera nánar grein fyrir í
hverju slík stefnubreyting á að vera fólgin.
Bersýnilega þarf að vinna mikið innan flokksins
fyrir haustið, því þau vandamél, sem þá koma til
úrlausnar verða örðug viðureignar svo ekki sé
meira sagt — en ég mun víkja að því hér á eftir.
Við megum ekki gleyma því, að v!ð erum aðilar
að ríkisstjórn og berum ábyrgð á öllum þeim ráðu-
neytum, sem fara með málefni atvinnuvega landsins
nema landbúnaðar og verðum því sífellt að taka á-
kvarðanir, sem skipt geta sköpum fyrir landsmenn.
Þá nægja ekki stór orð og góður vilji því fleira þarf
I dansinn en fagra skóna.
II.
Ég hef nú I hyggju að ræða nokkuð störf efna-
hagsmálanefndarinnar — eða valkostanefndarinnar
eins og hún gjarnan var nefnd. Nefndin var óvenju-
lega samsett svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þar
voru viðreisnarpostular, hrollvekjuspámaður, miðju-
menn sem stundum eru svo nefndir og sá sem
þetta skrifar og stundum hefur verið bendlaður við
vinstri róttækni.
I skipunarbréfi nefndarinnar stóð, að hún ætti
,,að gera tillögur um leiðir og valkosti í efnahags-
málum með það fyrir augum að halda verðbólgu
I svipuðum skorðum og I nágrannalöndunum,
treysta grundvöll atvinnuveganna og tryggja at-
vinnuöryggi og kaupmátt launa.“
Ætlast var til að nefndin skilaði áliti það tím-
anlega að við afgreiðslu fjárlaga væri hægt að tako
mið af aðgerðum I efnahagsmálum.
Nefndin einskorðaði sig því við að finna út leiðir,
sem miðuðu að því að koma jafnvægi á þjóðarbú-
skapinn á yfirstandandi ári, en það hafði I för
með sér, að skipulagsbreytinga tillögur, sem skila
árangri seinna, voru lítt ræddar.
Reynt var að finna út hve mikið vantaði á að
sjávarútvegurinn skilaði nauðsynlegum arði til að
geta endurnýjað flotann og vinnslustöðvar sínar.
Kostnaður sjávarútvegsins að viðbættri aflarýrnun
var meiri en tekjuhækkun hans nam og horfur voru
á verulegum halla, sem gat numið frá 700 til 1200
m. kr. Horfur voru á taprekstri I almennum iðnaði
upp á 100 miljónir króna. Á forsendum þeirrar þjóð-
hagsspár sem lögð var til grundvallar útreikningum
skorti 1000—1200 m. kr. á tekjur ríkissjóðs til að
ná endum saman miðað við framhald niðurfærslu-
ráðstafana. Óleystur fjáröflunarvandi á sviði opin-
berra framkvæmda og fjárfestingalána — eða
með öðrum orðum niðurskurðavandi fjárfestinga-
éforma nam röskum 2400 m. kr. Og síðast en ekki
sízt, spáð var halla á viðskiptajöfnuði gagnvart út-
löndum upp á 5500—5800 miljónir króna. Þessi
viðskiptahalli skýrist að hluta af óvenju miklum
innflutningi fiskiskipa og að nokkru af aukningi
birgða af útflutningsframleiðslu. En þótt leiðrétt
væri fyrir þessum atriðum stóð eftir halli, er rekja
mátti til almennrar eftirspurnar, af stærðargráðunni
3000 m. kr. Miðað við það, að við tækjum erlend
lán að upphæð 2600 m. kr. næmi rýrnun gjaldeyris-
stöðu um 3000 m. kr. á árinu, en þá nam gjald-
eyrisstaðan rétt um 4000 m. kr. Horfurnar voru
þvi ekkert glæsilegar, og nauðsynlegt var að haf-
ast eitthvað að.
Það yrði of langt og leiðigjarnt mál að telja upp
allar þær forsendur, sem nefndin gaf sér og sem
mótuðu útkomu þá, er ég gat um hér að ofan. Eg
vil ekki þræta fyrir það að hagfræðingum er það
tamt að vera heldur svartsýnir í spám sinum —
eða varkárir eins og við köllum það — heldur en
sóla slæma samvizku sína í vinsælli bjartsýni. Enda
kom á daginn að þegar leið á árið voru sumar
forsendanna brostnar að hluta. Aflamagn vor nokkru
meira en spáð hafði verið og verðlag á útfluttum
sjávarafurðum hækkaði meira á síðasta érsfjórð-
ungnum en gert hafði verið ráð fyrir í þjóðhags-
spánni. Á móti þeim halla, sem kom fram hjá und-
irstöðuatvinnuvegunum og ríkissjóði kom fram veru-
leg kaupmáttaraukning hjá almenningi. Ráðstöfun-
9