Réttur


Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 10

Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 10
artekjur heimilanna — en þá er miðað við alla vinnandi meðlimi fjölskyldunnar — jukust sam- kvæmt áætlun um 28,0% á árinu 1972, og er þá búið að taka tillit til áhrifa skattabreytinga, sem urðu á árinu. Á sama tíma er áætlað að kaupmáttur hafi aukizt um tæp 15%, sem er meira en nokkru sinni áður á sambærilegum tíma. Viðskiptajöfnuður er mælikvarði á innlenda öflun annars vegar og ráðstöfun tekna hins vegar. Þegar ráðstöfun fer fram úr öflun — eða framleiðslu — myndast halli á viðskiptum þjóðarinnar við útlönd. Þegar framleiðslan er meiri en ráðstöfunin kemur fram jákvæður viðskiptajöfnuður. Til einföldunar hef ég sleppt að taka tillit til fjármagnshreyfinga enda breyta þær ekki dæminu þegar tll lengdar lætur, nema þjóðin lifi á gjafafé. Miðað við viðskiptahalla upp á rösklega 5000 m. kr. var um verulega umframráðstöfun að ræða hjá þjóðinni, eyðslan var meiri en öflunin. Það varð því að færa til fjármuni I þjóðarbúinu — það var öllum Ijóst. Á hitt voru menn ekki á eitt sáttir, hvernig ætti að fara að því. Nú voru góð ráð dýr. III. Vandamálið var sem sagt að færa fjármagn til atvinnuveganna og forða þeim frá hallarekstri um leið og dregið var úr almennri neyslu. Einnig þurfti ríkissjóður auknar tekjur. Þrjár leiðir eru til þess: I fyrsta lagi að fella gengið. I öðru lagi að auka skattheimtu og koma þeim peningum, sem þannig fást í framfæri við atvinnuvegina með uppbótum á framleiðslu þeirra (styrkjakerfi). Og að lokum að færa niður kauplag og verðlag þannig að kostnaðarlag atvinnuveganna lækki. Nokkuð hefur verið rætt um þessar þrjár leiðir meðal manna og ætla ég ekki að gera ítarlegan samanburð á þeim. Það er hægt að framkvæma þær allar þannig, að kaupmáttarrýrnun verði alls- staðar svipuð, atvinnuástand líkt, halli viðskipta- jafnaðar svipaður svo og hagvöxtur. Áhrif þeirra á þróun verðlags hefðu þó orðið mjög ólík. Mis- munur leiðanna liggur einkum í tvennu: Áhrif þeirra I bráð á almennar þjóðhagsstærðir s.s. eftirspurn, hagvöxt, viðskiptajöfnuð, atvinnuástand o. s. frv. en hins vegar lengri tíma áhrif þeirra á hagkerfið. Gengisfelling hefur skjótust áhrif. Hún hækkar tekjur útflutningsatvinnuveganna svo til samdæg- urs en gjaldahækkunin kemur smám saman seinna. Hins vegar hefur hún neikvæð áhrif til langframa þ.e. hún býr sjálfa sig stöðugt til. Afleiðing hennar er hækkun verðlags (sbr. uppfærsluleið) og þar með hækkun kostnaðar — einkum ef vísitalan á að mælast óskert. Undir slikum aðstæðum er með gengisfellingu í bezta falli hægt að vinna tíma, og þessi tímafrestur er háður því hve gengisfell- ingin er há. Síðasta gengisfelling veitir hvorki rúman tíma né mikið efnahagslegt svigrúm. Svipaðan dóm fær millifærsluleiðin, nema hvað hún mismunar atvinnu- vegunum óæskilega og skapar spillingarholur við framkvæmd, auk skrifræðis, sem við Islendingar þekkjum nógsamlega. öðru máli gegndi um niðurfærsluleiðina, hún virkaði skjótt á gjaldahlið til lækkunar en færði enga tekjuhækkun m.a. ekki til ríkissjóðs. I lang- tímaáhrifum skildi hins vegar á milli leiðanna þriggja. Einn megin vandinn, sem við var að glíma nú var sú mikla þensla, sem einkenndi hagkerfið. Nauðsynlegt var því að gera ráðstafanir, sem slógu á þensluna en lækkuðu um leið framleiðslu- kostnað sjávarútvegs og iðnaðar. Augljóst er að gengisfellingin hafði ekki þessi einkenni, hún jók þensluna og er nú, þegar þetta er skrifað farin að hranna upp vandamálum, sem knýja á úrlausn. Sá sem þetta skrifar hefur aldrei dregið dul á andstöðu sína við að beita gengis- fellingu eða yfirleitt verðþensluleið til lausnar þeim vanda, sem við blasti. Verðbólgan er hér megin vandi og þótt nokkur sannleiki liggi oft í mótsögn- um eru fá rök, sem mæla með þvi að hægt sé að láta sljákka í verðbólgunni með því að kynda undir henni. I öllum löndum hins kapítaliska heims hefur við- gangur hagkerfisins og aðstandenda þess í æ rík- ara mæli verið háður stöðugri og vaxandi verð- bólgu. Hún hefur verið misjöfn eftir löndum, en eins og málum er nú háttað kemst engin vestræn þjóð hjá því að borga verðbólgunni verulegan skatt, nema þar sem enn er við lýði lénsskipulag og staðnað hagkerfi. Verðbólgan er öruggasta tekju- skiptingartæki borgarastéttarinnar, þeirrar stéttar, sem ræður yfir atvinnutækjum og fjármagni. Hagur almennings hefur síður en svo batnað á Vestur- löndum eftir að verðbólgan gerði sig þar heima- 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.