Réttur


Réttur - 01.01.1973, Síða 12

Réttur - 01.01.1973, Síða 12
tryggi bezta nýtingu auðlinda og nauðsynlega stjórnun og íhlutunarrétt almannavaldsins. Ekki mætti gleyma landbúnaðarstefnunni, launakerfum hvort sem er vísitölukerfið, uppmælingakerfið eða önnur skipulagsmál þar að lútandi. En sú skýrsla, sem efnahagsmálanefnd sendi frá sér er ekki nema hálf skýrsla jafnvel þótt sá helm- ingur sé góður. En þetta eru einmitt þau vinnubrögð, sem viðhöfð voru öll viðreisnarárin þ.e. að taka hluta fyrir heild, leysa allt á grundvelli hagrænna stærða en láta skipulag lönd og leið. Að því leyti var gengisfell- ingin nú viðreisnarleið. Þegar pólitískur vilji verður fyrir hendi til að líta á efnahagskerfið frá báðum hliðum, þeirri hagrænu og uppbyggingu þess í smáatriðum getum við vænst þess að yfirvinna viðreisnina — fyrr ekki. Alþýðubandalagið þarf hér margt starf að vinna, ef það vill móta stefnu i efnahagsmálum, sem bygg- ist fyrst og fremst á skipulagslegum breytingum og hreingerningu kerfisins. V. Þegar þetta er skrifað dynja yfir okkur hörm- ungarnar um gosið í Eyjum. Sá vandi, sem þær skapa er svo hrikalegur og setur öll önnur mál í skuggann og engin leið er að spá um horfurnar framundan. Enginn efi er þó á því, að þær eru mjög alvarlegar og krefjast um- fangsmikilla og róttækra aðgerða. Það er því meir af gömlum vana heldur en raunhæfni að ég eyði orðum að því, sem blasti við fyrir gosið þ.e. hvaða áhrif aðgerðirnar höfðu. Kannski kennir það okkur eitthvað. 10% gengis- fellingin var samþykkt út frá þeim forsendum að aflabrögð yrðu ekki verri nú en í ár sem leið en loðna mun meiri, auk þess sem verð á loðnumjöli er mjög hátt. Nýgerðir samningar um fiskverð benda þó til þess að gengisfellingin sé annað hvort ekki nógu gott tæki til að leysa vanda sjávarútvegsins eða hún hafi verið of lág. Samið um að sá launaskattur sem sjávarútvegur- inn greiðir I ríkissjóð renni beint til stofnfjársjóðs sjávarútvegsins en auk þess komi þar á móti jafn há upphæð frá rikinu beint. Alls um 150 m. kr. sem ekki er hægt að kalla neinu öðru nafni en niður- greiðslu, þar sem stofnfjársjóðsframlögin eru ekki gjöld heldur binding á ráðstöfunum á tekjum notuð til að greiða upp lán vegna skipakaupa. Þar með er landbúnaðurinn búinn að fá niður- greiðslukeppinaut. Mikið veltur á hvernig tekst að leysa vísitölu- vandamálið. Hækkun áfengis og tóbaks verka sem 2 stiga hækkun K-vísitölu. Ef þau eiga að koma fram í vísitölu auk annara hækkana er svigrúm gengisfellingarinnar fljótlega uppurið. Tekjur at- vinnuveganna hækka ekkert þótt brennivínið hækki — þótt ég álíti það mikla tillitssemi að hækka laun mín svo neyzla mín á áfengi minnki ekki. Ef vísitalan mælir allar hækkanir má gera ráð fyrir fjórtán stiga hækkun K-vísitölu frá janúar 1973 til desember 1973, sem er miklu meira en atvinnu- vegirnir þola. Þarna kemur í Ijós að gengisfelling og vísitölu- kerfi kalla á nýja gengisfellingu. Vetrarvertíðin er nú í algjörri óvissu einkum eftir Vestmannaeyjagosið og spádómar þar um einskis verðir. En það minnir okkur enn á þá brýnu þörf, að gera sér grein fyrir eðli hagkerfisins og leggur okkur þá skyldu á hendur að geta hvenær sem er gert grein fyrir stefnu Alþýðubandalagsins — stefnu, sem ber í sér frjóanga betra þjóðfélags og reynt verður að framkvæma og afla fylgi við hvert tækifæri. P. S. Atburðarás viðburðanna tekur ekkert tillit til út- komu tímarita. Meðan verið var að stauta sig fram úr próförkum fengum við yfir okkur skattlagningar- frumvarp vegna neyðarástandsins, sem skapazt hefur í kjölfar hamfaranna i Eyjum og nú allra síðast gengisfellingu dollarans og íslenzku krónunnar sem afleiðingu þess. I samband við Vestmannaeyjalögin er biturt að þurfa að viðurkenna, að samstaða í vandamálum sé þeim mun auðveldari, sem lausn þeirra sé heimskulegri. Það hlýtur að koma fólki erlendis, sem er að safna fé til hjálpar okkur, skringilega fyrir sjónir, að við getum leyft okkur 10—12% launahækkanir rétt eftir áfallið I Eyjum og látið allan togaraflotann liggja I höfn vegna verkfalls. En sárast er þó að sjá fram é foringja verka- lýðsins beita sér fyrir verstu lausn en hindra þá skárri. En hjá því verður vist aldrei komizt, því valda- girnd og eiginhagsmunir mega sín alltaf meir en yfirveguð skynsemi og velferð þeirrar raunverulegu heildar sem kölluð er þjóð. 12

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.