Réttur


Réttur - 01.01.1973, Page 13

Réttur - 01.01.1973, Page 13
UPPREISN VEFARANNA Fyrir áttatíu árum — sunnudaginn 26. febrúar 1893 fór ung kona að sjá forboðið leikrit í „Freie Búhne" í Berlín. Konan var Kiithe Kollwitz* Leikritið var „Vefararnir”. („Die Weber") eftir Gerhart Hauptmann, sem þýzka keisarastjórnin hafði bannað opin- berar sýningar á og einungis var sýnt á eins- konar lokuðum „félagsfundum". Gerhart Hauptmann var eitt frægasta leik- ritáskáld Þýzkalands, fæddur 15. nóv. 1862. „Vefarana" reit hann 1892. Hann fékk Nób- elsverðlaun 1912. Andaðist 6. júní 1946. Káte Kollwitz hreifst svo af hinni for- boðnu sýningu á „Vefurunum", að hún skóp um þjáningar þeirra og uppreisn sex snilldarteikningar, hatramar ádeilumyndir, er sýndar voru 1897. Hin fyrsta „Neyð" sýndi * Sjá um hana grein í Rétti 1967, bls. 154. hvernig umhorfs var í stofu vefarans, — önnur „Dauði", dauðinn sem gestur í vefara- stofunni, — hin þriðja „Ráðstefnan” þegar vefararnir koma saman og ráðgast um hvað gera skuli, hin fjórða „Vefaragangan”, er þeir halda af stað, einbeittir til mótmæla gegn neyð og kúgun. Fimmta myndin „Við ball- arhlið verksmiðjueigandans”, þegar mótmæl- in taka á sig áþreifanlegt form uppreisnarinn- ar. Og sjötta myndin „Endalokin": lík tveggja af vefurunum, er yfirstéttarböðlanir hafa skotið, liggja á gólfinu í vefarastofunni, lík hins þriðja er borið inn í sömu mund. Þessar teikningar Káthe Kollwitz eru ein- hverjar listrænustu ádeilumyndir á kapítal- ismann í upphafi hans, sem til eru. Hverjir voru þessir vefarar og uppreisn þeirra? ☆ ★ ☆ 13

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.