Réttur


Réttur - 01.01.1973, Page 18

Réttur - 01.01.1973, Page 18
VEFJARSLAGUR (Die Schlesischen Weber) Augu myrk undir ýgldum brúnum. — ,,Uppi' er í stólum vefjarlúnum þitt nálín, Þýzkaland. Þyngri’ en blý er þreföld þölvun vor dregin í. — Vér vefum, vér vefum! Bölvun því goði', er vér krupum á knjánum, sem klökuð strá fyrir þyrgðum skjánum á hörðum þorra við hungur og nauð, hafðir að spotti sem fífl og gauð. — Vér vefum, vér vefum! Bölvum þeim kóngi, sem ríkir með ríkum, en ræður oss glötun og vorum líkum, og síðasta eyris af oss krefst, unz aflífað hræ í moldu grefst. — Vér vefum, vér vefum! Og bölvun því falska föðurlandi, er fæðir orminn á smán og grandi, en hnekkir blómi', er það hefst á legg, og hverfir lindinni' í eiturdregg. — Vér vefum, vér vefum! Vefstæðið kveinar við vefjarslag. — Vér vefum þér feigu nótt sem dag líkhjúp, Þýzkaland! Þyngri’ en blý er þrinnuð formæling stöfuð í. — Vér vefum, vér vefum!"

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.