Réttur


Réttur - 01.01.1973, Qupperneq 30

Réttur - 01.01.1973, Qupperneq 30
Frá Bandaríkjunum streymdu miljarðar dollara til Evrópu. Marshall-hjálp og lán auk beinna banda- rískra fjárfestinga, sem hröðuðu uppbyggingu V- Evrópu. Bandarísku auðhringarnir sáu sér góðan leik á borði. Með því að nota ágóðann af stríðinu, gátu þeir fjárfest svo mikið í Evrópu að Evrópa varð efnahagslega háð Bandaríkjunum, auk þess sem Evrópa varð eftir sem áður arðvænlegur markaður. Evrópsku auðhringarnir, sem tóku að lifna við, voru ekki sáttir við þessa þróun. Þeir vildu sjálfir ríkja á evrópskum mörkuðum, en þeir voru enn of veikir og sundraðir til þess. Til þess að bæta svo- litið upp veikleika sinn gagnvart Bandarikjunum, mynduðu V-Þýzkaland, BeNeLux-löndin, Frakkland og Italía Kola- og stálsambandið árið 1952. Kol og stál eru undirstöðu hráefni fyrir annan iðnað. Þess vegna varð sterk stáleinokun fyrsta skrefið. Litlar og óarðbærar kolanámur voru lagðar niður og heil héruð í Belgíu og Italíu urðu án atvinnu. Fólkið varð að flytja til iðnaðarþéttbýlisins i atvinnuleit, þar sem ódýrara var að arðræna það. Stáliðnaðurinn í V-Evrópu óx hratt og út fyrir landamæri sín. En samtímis varð hann fyrir stöð- ugt harðari þrýstingi frá bandarísku einokunarauð- valdi. Þetta neyddi evrópska auðhringa til að sam- ræma krafta sína. Árið 1958 var EBE — Efna- hagsbandalag Evrópu — stofnað. HVERRA HAGSMUNA GÆTIR EBE? „EBE þjónar, sem grundvöllur fyrir evrópskan iðnað og sem æfingavöllur fyrir alþjóðlegan sam- keppnismátt hans.“ (Walter Hallstein, „stofnandi" EBE). Rómarsamningurinn veitir auðhringunum frjálsar hendur innan marka EBE. Þeir eru varðir gegn er- lendum (þ. e. utan EBE) auðhringum með háum tollmúrum. Þeir geta staðsett fjármagn sitt þar sem þeir fá mestan hagnað og flutt vinnuafl þangað. Auk þess að þeir geta flutt til vinnuafl í stórum stíl innan EBE, eru verkamenn fluttir inn í miljóna- tali. Fleiri miljónir „gestaverkamanna" eru nú í V-Þýzkalandi og vinna við lakari kjör en innfæddum bjóðast auk þess sem þeir eru settir útundan á flestum sviðum í daglegu lífi í þjóðfélaginu. Þeim er haldið fáfróðum og sundruðum, en einmitt þessi tvö atriði eru helzti dragbítur á alla hagsmunabar- ALBERT EINARSSON stnndar nám í þjóðfélagsfrœðum við háskólann í Oslo. Hann er fœddur 1949 á Siglu- firði og er stúdent frá Menntaskólan- um á Akureyri. Eftir hann er það Ijóð, sem birtist í þessu hefti á 22. síðu. áttu verkamanna og notfærir auðvaldið sér það. EBE er byggt upp fyrst og fremst fyrir þá stóru, og af þeim stóru. Á þingi EBE sitja fremstu sér- fræðingar EBE. Sérfræðingar í hverra þágu? For- seti þingsins heitir Mansholt og hann kallar sig sósíalista. Hann segir að ...... í öðru lagi hefur stóriðnaðurinn, hin fjölþjóðlegu stórfyrirtæki, gífur- leg völd í Evrópu. Þau ákveða hvar leggja á niður iðnað og hvar stofna skal iðnaðarfyrirtæki. Enginn getur haft áhrif á þetta .... Þetta er nauðsynlegt ef iðnaðurinn á að geta keppt við tilsvarandi iðnað í Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Japan." EBE er ekki annað en óskaland auðvaldssinna, tæki fyrir auðfjölskyldurnar Krupp, Rotschild, Flick o. fl. til þess að þær verði enn ríkari og komist hjá því að verða gleyptar af fjölskyldum Rockefeller, duPont og Watson í Bandaríkjunum. ÞRÓUNIN í EBE Smáfyrirtækin eru að hverfa eitt af öðru og sam- þjöppun fjármagns og valda verður æ meiri. 4 stærstu 4 stærstu í 4 stærstu í stálhringarnir efnaiðnaði bílaframleiðslu 1960 58% 40% 1970 90 % 70% 90% Taflan sýnir markaðshluta fjögurra stærstu fyrir- tækja í þrem iðngreinum, hvernig hlutarnir hafa vaxið á tíu árum. Það er þetta sem kallað er sam- þjöppun fjármagns. Fyrirtæki með yfir 100 miljónir DM (þýzka mörk) í hlutafé juku hluta sinn af hlutabréfum frá 37% 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.