Réttur


Réttur - 01.01.1973, Page 38

Réttur - 01.01.1973, Page 38
í Karl Marx-háskólanum í Leipzig var Angela gerð að heiðursdoktor háskólans. Yar hún þriðji Bandaríkjamaðurinn, sem hlaut þann heiður. Hinn fyrsti var prófessor William Du Bois (1868—1963), vísinda- maður, rithöfundur og stjórnmálamaður í senn, annar var Paul Robeson. Áður en Angela Davis kvaddi var henni boðið sem sérstökum heiðursgesti á 10. heimsmót æskufólks og stúdenta í Berlín sumarið 1973. Fjöldaviðtökurnar, sem hún fékk höfðu verið stórfenglegar: 80.000 manns á gamla markaðstorginu í Magdeburg, 200.000 manns á Karl Marx-torginu í Leip- zig. Angela sagði um þessar móttökur og gildi þeirra: „Bræðurnir og systurnar sem fögnuðu okkur við komuna, hafa ástæðu til gleði sinnar; þau fögnuðu ásamt okkur í Berlín, Magdeburg og Leipzig sigri síns eigin valds, sigri alþjóðahyggju verkalýðsins og stéttasamstöðu alls verkalýðs veraldarinn- ar, sem vannst í dómsalnum í San José fyr- ir sameiginlegt átak fjöldans. Það var ekki sigur einnar persónu, heldur sigur mikils málstaðar, sameiginlegs málstaðar okkar allra. Það sýnir að við erum nógu sterk til þess að greiða heimsvaldastefnunni fleiri högg, að við getum barizt til að frelsa enn fleiri pólitíska fanga, og líka vinna að lokum stríðsins í Víetnam... Verið þið sælir, vinir, sjáumst á 10. heims- móti æsku og stúdenta í Berlín sumarið 1973". Með Angelu var á þessu mikla ferðalagi Kendra Alexander, meðlimur í miðstjórn Kommúnistaflokks Bandaríkjanna, og maður hennar, Franklin Alexander, meðlimur í flokksráði sama flokks, en þau voru meðal höfuðskipuleggjenda „Free Angela Davis"- nefndanna í Bandaríkjunum. 39

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.