Réttur - 01.01.1973, Qupperneq 43
ember 1950 eru 251 skráður atvinnulaus og 1.
febrúar 1951 418 menn.
Bandaríkin höfðu m.a. sett þau skilyrði um yfir-
stjórn efnahagsmála á Islandi að skráð yrði ,,rétt“
gengi. Samkvæmt því var eftir fyrirskipun þeirra
dollarinn hækkaður 20. marz 1950 úr 6,50 i 16,32
kr. (eða um 250%). — Ennfremur höfðu þeir heimt-
að að hann yrði altaf hækkaður, ef kaup á Is-
landi hækkaði, og því stóð í gengislækkunarfrum-
varpinu 1950 —eins og það kom frá rikisstjórn
að taka skyldi gengisskráninguna til athugunar,
þegar almenn breyting verði á kaupgjaldi! En þetta
ákvæði fékkst ekki fram.
Á alþingi 1950-'51 var gerð tilraun til að leyfa
Islendingum frelsi um byggingu smárra íbúða án
fjárfestingarleyfis, — og kom þá i Ijós hverjir réðu
raunverulega fjárfestingarleyfunum, sem fjárhags-
ráðið sællar minningar útdeildi í tíð helmingaskipta-
stjórnar Ihalds og Framsóknar.
Brynjólfur Bjarnason segir svo frá í Víðsjá
Réttar 25. apríl 1951 (1. hefti 1951):
„Skilyrði Bandarikjanna hafa að vísu aldrei
verið neitt launungarmál. Þau eru öll tekin
fram i Marshallsamningnum með orðalagi sem
ekki verður misskilið. Aldrei hafa þó afskipti
Bandaríkjanna af íslenzkum efnahagsmálum
orðið berari og viðurkennd jafn skýlaust frammi
fyrir alþjóð, eins og í sambandi við frumvarp
um byggingu smáibúða, sem lagt var fram á
síðasta Alþingi af fulltrúum allra flokka. Frum-
varp þetta var þess efnis að leyft yrði að
byggja lítil, hentug ibúðarhús án fjárfestingar-
leyfis. Það var samþykkt í neðri deild án allrar
fyrirstöðu. Fjárhagsnefnd efri deildar lagði ein-
róma til að það yrði samþykkt. En nú gerðust
tíðindi, sem þreyttu öllu viðhorfi til málsins.
I sambandi við frumvarp þetta hafði verið
borir, fram tillaga til þingsályktunar um afnám
skömmtunar á byggingarefni og send fjárhags-
ráði til umsagnar. Ráðið svaraði með löngu
bréfi og mótmælti tillögunni og smáibúðafrum-
varpinu með eftirfarandi „rökum":
„Fjárhagsráði hefur skilizt, að vegna tilrauna
til að nota fé úr mótvirðissjóði verði að tak-
marka árlega fjárfestingu við ákveðið hámark
og það sé fullkomlega skilyrði fyrir því að
leyfi fáist til þess að nota mótvirðissjóð. Ef
farið væri eftir tillögu þessari myndi það gera
ómögulegt að sýna FORRÁÐAMÖNNUM MÓT-
VIRÐISSJÓÐS fram á hver fjárfestingin væri,
þar sem takmarkanir ná aðeins til hluta hennar."
Samkvæmt lögum á Alþingi að ráðstafa mót-
virðissjóði. Nú er Alþingi alvarlega varað við
að skipta sér af málinu, er „forráðamenn mót-
virðissjóðs" eiga einir að ráða. Hverjir eru
þessir forráðamenn? Það eru forráðamenn Mar-
shall stofnunarinnar i höfuðborg Bandarikjanna.
En samkvæmt Marshallsamningnum má ekki
ráðstafa mótvirðissjóði nema með leyfi þeirra.
Það eru auðdrottnar i annarri heimsálfu, sem
ráða þvi hvort íslenzkir alþýðumenn fá að
byggja hús yfir sig eða ekki.
Alþingi hlýddi. Frumvarpinu var vísað frá
með rökstuddri dagskrá, sem borin var fram
af meirihluta fjárhagsnefndar efri deildar, sömu
mönnunum, sem áður höfðu einróma lagt til að
það yrði samþykkt. Mun það vera einsdæmi I
sögu Alþingis".
Þetta dæmi sýnir greinilega hve lágt hin fjar-
stýrða forusta íslenzkrar burgeisastéttar leggst,
til þess að reyna að ná sér niðri á verkalýð, leiða
yfir hann atvinnuleysi, eftir fyrirmælum erlendra
aðllja.
TOGSTREITA VERKALÝÐS
OG VERZLUNARAUÐVALDS
Það tók verkalýðinn 5 ár að hnekkja þessari
sókn erlenda og innlenda auðvaldsins, tvö stutt en
hörð verkföll 1951 og 1952 og eitt langt, harðvit-
ugt og sigursælt — 6 vikna verkfallið 1955, sem
raunverulega kollsteypti „helmingaskiptastjórn-
inni"*) og lagði valdagrundvöllinn að vinstri stjórn-
inni 1956—58, sem útrýmdi atvinnuleysinu. Og
verkalýðurinn kom kaupmætti launa sinna aftur upp
í fyrra gildi (= 1945) með hausthækkununum 1958.
* ),,Helmingaskiptastjórnin" var raunverulega stjórn
heildsalastéttarinnar og forstjóravaldsins í SlS.
En hver græddi á því fyrst og fremst sást má-
ske táknrænt, þegar samið var í helmingaskipt-
um um þá undanþágu frá byggingarbanni, að
Ihaldið mátti byggja við Morgunblaðshöllina, en
SlS stækka hjá sér — og stækkunin hjá Morg-
unblaðshöllinni varð margföld að rúmmáli!
43