Réttur


Réttur - 01.01.1973, Page 44

Réttur - 01.01.1973, Page 44
En í stað þess að leggja þá til atlögu við það, sem spara mátti í yfirbyggingu þjóðfélagsins, — hjá verzlunar- og ,,þjónustu"-valdinu — gafst þá Fram- sóknarforustan upp, í trausti þess að mynda mætti nýja „helmingaskiptastjórn" með íhaldinu, en mis- reiknaði sig og afleiðingin varð 12 ára afturhalds- stjórn „viðreisnarinnar". Orsökin til „uppgjafarinn- ar" var auðsæ: tengslin milli verzlunarauðvaldsins og þeirra S.I.S.-forstjóra, sem einvörðungu hugsa um gróða og völd stofnunarinnar, voru sterkari en hugsjón samvinnuhreyfingarinnar og hagsmunir al- mennings. Engin afturhaldsstjórn hefur þó beitt öllum kúg- unaraðferðum burgeisastéttarinnar eins hispurs- laust og ,,viðreisnar"-stjórnin 1959—71: Verðbólga: verðlag hækkar á áratugnum 1960— 71 um 12,6% á ári að meðaltali á ári. — Gengis- lækkanir fjórar: dollarinn hækkaði úr 16,32 upp í 88 kr. (eða um 530%) — Lögbann við kauphækk- unum, kaupgjaldsvísitala slitin úr sambandi. Og svo skellti „viðreisnar'-stjórnin atvinnuleysi ofan á allt saman 1967—68 og knúði fram landflótta, sem ekki hafði orðið vart í svo stórum stil alla öldina. Loks með vinstri sigrinum í þingkosningunum 1971, myndun alþýðustjórnarinnar 14. júlí og hinum miklu samningum verkalýðsfélaganna í desember 1971 tókst að gerbreyta ástandinu og ná loks eftir 30 ár hærra kaupmætti en nokkru sinni fyrr. * * * Nú veltur allt á því fyrir verkalýðinn hvernig hann sjálfur heldur pólitískt á þeirri aðstöðu, er hann hefur fengið. 10% hækkun dollarsins var engin lausn, aðeins frestur til haustsins 1973 til að hugsa og ákvarða eitthvað sem væri meira en bráða- birgðalausn í 30 ára verðbólgustriði. Notar verka- lýðurinn þann tíma? Festir hann áhrif sin og valda- aðstöðu svo hann megni að beita valdi sínu til vit- urlegra framtíðarlausna? Og finnur hann þær lausn- ir? Megnar hann að samstilla krafta sína pólitískt og faglega að þeim lausnum? Þorir hann að stjórna þjóðfélaginu samkvæmt þeim lausnum, ef hann hef- ur afl til að knýja þær fram? Það rekur nú á eftir verkalýðnum hvað hagsmuni snertir að finna lausn til að draga alvarlega úr verð- bólguvextinum að verkalýðssamtökin eignast nú volduga lífeyrissjóði. Þessir sjóðir missa gildi sitt, ef 12% verðbólga á ári heldur áfram næstu ára- tugi: þá verður útborgunin til þeirra, sem nú leggja í sjóðina, litils virði eftir 20—30 ár. Það verður þvi a. m. k. að tryggja að verðbólgan vaxi ekki meir en sparisjóðsvextir eru, ef lifeyririnn á að koma að notum. Verkalýður Islands býr yfir því eina valdi á land- inu; pólitísku og faglegu, sem getur skapað það sterka og harðvituga aðhald að atvinnurekenda- stéttinni, sem þarf til þess að halda verðbólgu í skefjum, — jafnt með hörðum verðlagsákvæðum, beinum skipulagslegum afskiptum löggjafarvaldsins (t. d. á sviði vátrygginga, olíusölu, bílainnflutnings, bankareksturs o. s. frv.) og öðrum tiltækum aðferð- um. Ber verkalýðshreyfingin auðnu til að beita þessu valdi? Janúarþyrjun 1971. 44

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.