Réttur


Réttur - 01.01.1973, Qupperneq 46

Réttur - 01.01.1973, Qupperneq 46
ekki eiga sér stað breyting heldur yrði eðlisbreyt- ing á rekstri þessara fyrirtækja. Jafnframt yrði starfsmannahópurinn að ráða sem mestu um fyrir- tækið, starfsemi þess og viðgang að svo miklu leyti sem það samrýmdist heildarhagsmunum í hverju tilviki. Tengsl félagssamtaka við ríkisvaldið yrðu að aukast mikið um leið og rikisvaldið tæki að tapa stéttareðli sinu og hlutverk þess yrði einkum að sjá um framkvæmd áætlunarþúskaparins. Ráðstafanir þarf að gera til þess að sósíalískur félagsrekstur nái undirtökum í efnahagskerfinu og móti allt svipmót þess. Auðlindir verða að færast i almannaeign. Bankar, tryggingarfélög og aðrar fjármálsstofnanir verður að þjóðnýta. Utanríkisverzl- unin verður að færast í hendur opinberra aðila til þess að bægja þaðan gróðasjónarmiðum einkaaðila og styrkja þjóðarbúið I viðskiptum við erlenda aðila. Jafnframt þarf að ná viðskiptasamningum — oft til langs tíma — eftir þörfum áætlunarbúskap- arins og við hin ýmsu viðskiptasvæði til að ekki komi til þess að landið sé um of háð viðskiptum við neinn aðila með einokunaraðstöðu. Leitað skal eftir erlendum lánum til handa ís- lenzka ríkinu til styrktar íslenzkri iðnþróun en er- lendu auðmagni hafnað. öll stærri framleiðslufyrirtæki I iðnaði, samgöng- um og sjávarútvegi svo og olíuverzlunin yrði færð I opinbera eigu og öll ný stórfyrirtæki yrðu reist og rekin sem slik. Samvinnurekstur verður umfangsmikill og rekinn í anda sósíalísks félagsbúskapar og I samræmi við heildaráætlun þjóðarbúsins. Einkarekstur verður við lýði um langt skeið, eink- um þó smærri atvinnutæki I dreifingu og þjónustu og við handiðnað, fiskveiðar og landbúnað. En einkareksturinn mundi þó lúta reglum áætlunarbú- skaparins, m.a. varðandi launakjör og ráðstöfun arðs, og séð yrði til þess að þróunin stefni til fullkomnari rekstrarforma. i sambandi við eignarhald I framtíðinni ber að gjalda varhug við borgaralegum kenningum um al- menningshlutafélög. Þau eru aðferð borgarastétt- arinnar til þess að klófesta sparifé almennings og ná því undir yfirráð sín, en jafnframt aðferð til að sætta almenning við auðvaldsskipulagið og binda fólk séreignarviðhorfum. Þær breytingar á elgnarhaldi sem framkvæma þarf samfara breytingum ó rekstrarskipulagi og stjórnunarháttum á að vera hægt að framkvæma á friðsamlegan og sársaukalitinn hátt, og yrðu „eigendur" laðaðir til þjóðnýtra starfa við ný skil- yrði. En öllu máli skiptir að sósíalískar breytingar á þjóðfélaginu gerizt fyrir tilstyrk víðtækrar sam- fylkingar og með virkum áhuga verkalýðsstéttarinn- ar, breytingarnar verði skref fyrir skref til áþreifan- legra hagsbóta fyrir alþýðu manna svo að trúnaði hennar sé ekki fyrirgert. ÁÆTLUNARBÚSKAPUR Áætlunarbúskapur er sú hagstjórnaraðferð sem þjóðfélaginu nýtist bezt til samræmingar athafna á efnahagssviðinu. Meiriháttar fyrirtæki í traustu markaðsþjóðfélagi starfa æfinlega samkvæmt fyrir- fram gerði áætlun um rekstur og fjárfestingu, og i vaxandi mæli hafa opinberir aðilar I auðvalds- löndum tekið upp áætlunarvinnubrögð. Alkunna er, að áætlunarbúskapur er einn af hornsteinum sósíal- ísks hagkerfis, og hlýtur svo að vera þar sem vitrænn vilji á að leysa markaðsöfl af hólmi, a.m.k. varðandi mikilvægustu samhengi efnahagslífsins. I auðvaldsþjóðfélagi er áætlunarbúskapur hins vegar ekki eðlislæg nauðsyn fyrir hagkerfið en getur eftir atvlkum verið gagnlegt hjálpartæki. Yfirstjórn á- ætlunarinnar i sósíalísku hagkerfi staðfestir eigna- og umráðarétt framleiðendanna (verkalýðsins) yfir atvinnutækjunum og afrakstri framleiðslustarfsins, en I auðvaldslandi fást áætlunaraðilar hins opin- bera við hagræðingu i þágu auðvaldsherranna. Áætlunarstarfið miðar þar að því að festa auð- magnseigendur I sessi eftir að svo er komið, að einkaeign þeirra á framleiðslutækjum er orðin til trafala fyrir framleiðslu- og dreifingarkerfið. Borg- araleg áætlunarvinnubrögð véfengja hvorki né tak- marka vald kapítalista I þjóðfélaginu, en geta þó byggt upp kerfi, sem nýtist við sósíalíska umsköp- un þjóðfélagsins, ef nauðsynleg umskipti verða I valdahlutföllum stéttanna. Þar sem áætlunargerð fyrir þjóðarbúið er helzt ástunduð I Vestur-Evrópu hefur hún oftast verið I þágu stórra aðila á markaðinum sem hafa vald til að taka allar ákvarðanir, en njóta aðstoðar ríkis- valdsins til þess að fá betri heildaryfirsýn og forða sér þann'.g frá skakkaföllum. 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.