Réttur


Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 49

Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 49
straumum erlendis frá sem sifellt leika um landið og eru — ef rétt er á haldið — einn gildasti þátt- urinn til að þróa og auðga innlenda þjóðlega menn- ingu. Keppa þarf að því að hin erlendu menning- aráhrif séu tengd eigin arfgeymdum þjóðarinnar og þau hagnýtt og túlkuð á sjálfstæðan hátt og með innlendum tjáningartækjum. En sterkasta líf- taug íslenzkrar þjóðmenningar er vilji fólksins sjálfs til að lifa sjálfstæði menningarlífi í landinu. Reynsla sýnir, að grózkumikil þjóðmenning er heppilegasta umhverfi fyrir hvern einstakling til að alast upp í. Sá sem ekki er tengdur þjóðmenningu er rótlaus, og hann fer á mis við dýrmæt sammannleg verð- mæti sem geta ekki lokizt upp fyrir honum nema innan einhverrar þeirrar menningarheildar, sem kennd er við þjóðland hans og þjóðerni. Að varð- veizlu þjóðmenningar styður siðrænt uppeldi og ræktun þeirra hæfileika sem hver og einn hefur hlotið í vöggugjöf. I vissum skilningi má skoða menningu sem kerfi tengsla milli einstaklinga innbyrðis og milli ein- staklinga og hlutkenndra fyrirbæra félags- og menningarlífs. Frá þessu sjónarmiði séð er menning samslungin framleiðslu- og þjóðfélagsháttum. I auðvaldsskipulagi eru menningartengslin því mjög háð kapitalisku gildismati — gróðasjónarmiði, sam- keppnissiðgæði og þröngri einstaklingshyggju. Sköpunarverk mannsandans eru lögð að jöfnu við hverja aðra vöru, sem er framleidd og dreift eftir markaðslögmálum og þessi vara verður ma. tákn um persónu eigandans. I samskiptum sínum hver við annan koma einstaklingarnir einatt fram sem keppinautar, er bjóða sig fram á „hæfileikamark- aðrium". Velgengni þeirra er metin eftir því, hvort þeim tekst að „komast áfram", hækka i stöðu og öðlast vald yfir öðrum mönnum. Eiginleikar, sem hæfa slíku skipulagi eru hlýðni og undirgefni annars vegar, eignarárátta og drottnunargirni hins vegar. Eign og yfirdrottnun verða mönnum tæki til að fylla upp i tómarúm félagslegrar tilveru sinnar. Félags- og menningarlíf í landinu þarf að vera með þeim hætti að einstaklingunum sé gert kleift að þroska hæfileika sína alhliða I samfélagi við aðra. Sósialískt menningarviðhorf tekur fyrst og fremst mið af þörfum og þroskamöguleikum sjálfs einstaklingsins og leggur áherzlu á, að ytri að- stæður, tengdar eign og valdi, verði sniðnar eftir því. I stað einstaklingsbundins kapphlaups um eignir og völd verði samvinna og samhjálp um úr- lausnarefni miklu gildari þáttur I lifi manna, bæði i starfi þeirra og leik. I öllu uppeldi verði keppt að þvi að þroska með einstaklingunjm þá eiginleika, sem auðvelda þeim sambúð og samskipti við aðra, og þarfir. sem liklegar eru til þess að gera lif þeirra innihaldsríkara og auðugra. Þessu fylgir sú krafa að skólastarfi verði einbeitt að því að efla tjáningarhæfni nemenda, glæða sköpunargáfu þeirra og vekja með þeim andlega forvitni, er hvetji þá til að auðga þekkingu sina og tilfinninga- líf. Slík uppeldismarkmið ættu ekki aðeins að vinna gegn kennd tómleika og tilgangsleysis, held- ur og að því að gera hvern einstakling að sjálf- stæðri persónu, sem kann að gangast við sjálfum sér ekki siður en deila geði við aðra. Vinna þarf gegn einangrun listamanna og inni- lokun listaverka, og gera þarf listir í vaxandi mæli að daglegu viðfangsefni almennings, enda eiga að bjóðast til þess auknar tómstundir. Listamenn eiga þá kröfu á hendur samfélagsins, að á störf þeirra sé litið eins og hverja aðra nauðsynlega vinnu sem beri sin laun. Listsköpun á að vera frjáls af fyrir- mælum stjórnvalda, og þjónar hún þá bezt þeim tilgangi að vera vaxtarbroddur menningarlífsins og vakandi samvizka þjóðarinnar. Baráttan fyrir sósíalískri mannshugsjón verður ekki aðskilin frá öðrum markmiðum Alþýðubanda- lagsins. Hún hlýtur að haldast í hendur við baráttu flokksins fyrir virku lýðræði og félagslegu jafnrétti, er girði fyrir undirokun og arðrán einnar þjóð- félagsstéttar á annarri. UTANRÍKIS- OG SJÁLFSTÆÐISMÁL Stefna flokksins í utanríkismálum hlýtur jafnan að mótast af afstöðu hans til innri málefna þjóð- félagsins. Svo sem lýst hefur verið hér að framan, stefnir Alþýðubandalagið að því að skapa sósíal- iskt þjóðfélag hér á Islandi, samfélag sem sé þó jafnframt mótað af þjóðlegri erfð og þess um- komið að ávaxta hana. En ein helzta forsenda þess, að svo megi verða, er að Islendingar ráði landi sinu sjálfir og einir. Því er það eindregin krafa Aþýðubandalagsins, að hinn erlendi her, sem hér 49 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.