Réttur - 01.01.1973, Síða 58
þrjú ár. Afturhaldið reynir að kenna rót-
tækum vinstri mönnum um árás, er gerð var
1969, en böndin berast æ meir að fasistiskum
hópum, en þeim vill ítalska yfirstéttin helzt
hlífa.
Þessar ítölsku fasistaklíkur vinna í sam-
bandi við erlend afturhaldsríki, ekki sízt
grísku fasistastjórnina og hafa í félagi við
leyniþjónustu þeirra framið meir en eitt þús-
und árásir síðustu árin. Frá því 1969 hafa
fasistar myrt um 50 manns. Stundum tekst
þeim að læðast inn í yztu vinstri hópana.
vinna sín skemmdarverk þaðan og setja
þannig blett á slík samtök. Einkum eru fas-
istarnir mjög virkir á Suður-Italíu, þar sem
eymdin er mest.
Borgarablöðin þegja yfirleitt um vaxandi
hættu af fasismanum. Þannig fundu lögreglu-
menn nýlega sjö tonn af sprengiefni í bíl
„íþróttamanns", en blöðin gátu ekki um það.
VINSTRI SIGRAR
Það er mjög greinilegt að alda vinstri sigra
flæðir nú yfir heiminn.
í Noregi tókst í þjóðaratkvæðagreiðslunni
að hindra innlimun landsins í Efnahagsbanda-
lagið.
I Vestur-Þýzkalandi varð sigurinn yfir aft-
urhaldsöflunum miklu meiri en menn þorðu
að vona.
I Nýja-Sjálandi vann verklýðsflokkur
sósíaldemókrata glæsilegan sigur, 25. nóv.
1972, yfir íhaldinu og losar sig nú undan
áhrifum Bandaríkjastjórnar, eftir að hafa
myndað eigin ríkisstjórn.
I Astralíu vann verklýðsflokkurinn einnig
stórsigur viku síðar og myndar nú stjórn
eftir 23 ára stjórnarandstöðu og það á grund-
velli þæss að hafa 55 þingsæti gegn 31. Dreg-
ur sú stjórn sig út úr hernaðarbandalögum
við Bandaríkin, kallar heim lið sitt frá Víet-
nam og tók strax upp stjórnmálasamband við
Kína.
JAPAN
Mikla sigra unnu hinir róttæku verklýðs-
flokkar Japans, Sósíalistaflokkurinn og
Kommúnistaflokkurinn, í þingkosningum,
sem fram fóru 10. des. 1972. Afturhaldið
tapaði miklu af atkvæðum og þingsætum, þó
það haldi meirihluta og ríkisstjórn.
Sósíalistaflokkurinn, sem er andvígur
amerískum herstöðvum og áhrifum í Japan
og hefur góða samvinnu við kommúnista-
flokka Kína og Sovétríkjanna, fékk 118
þingsæti (491 sæti alls í þinginu) eða vann
alls 31 sæti.
Kommúnistaflokkur Japan hefur nú 38
þingsæti, en hafði áður 14, en atkvæðatala
hans er 5V2 miljón eða 10,5%.
En þingsætaskipting gefur ekki rétta mynd
af styrkleika flokkanna, því í Japan eru ein-
menningskjördæmi, sem veita íbúum borg-
anna miklu minni áhrif en sveitanna.
Stjórnarandstaðan ræður í öllum stórborg-
um Japan: Tokio, Osaka, Kýoto, Saitama,
Okajama og Okinawa. I tveim stærstu borg-
unum næst Tokio: Osaka og Kyoto unnu
kommúnistar mótframbjóðendur sína í öll-
um kjördæmum. I Tokio voru allir 10 fram-
bjóðendur kommúnista kosnir. Fimmti hver
kjósandi í Tokio og Osaka kýs kommúnista,
þriðji hver í Kyoto. Er hann nú næststærsti
stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi, Sósíal-
istaflokkurinn stærsti andstöðuflokkurinn.
Alls greiddu 17 miljónir Japana atkvæði
með þessum tveim róttæku verklýðsflokkum
eða rúm 32% kjósenda.
58