Réttur - 01.01.1973, Page 59
PARTSALlDIS
fyrstur í 1. röð til
hægri.
DRAKOPOULAS
þriðji frá vinstri
í 2. röð.
HETJUR HELLAS
DÆMDAR
„Réttur" skýrði frá því í 1. hefti síðasta
árgangs að tveir leiðtogar gríska kommún-
istaflokksins, Drakopoulas (50 ára) og
Partsalides (69 ára) væri fyrir rétti fasista-
stjórnarinnar ásamt 31 félaga sínum.
Þeir hafa nú nýlega verið dæmdir í 12
ára fangelsi hvor, nokkrir félaga þeirra í
skemmri fangavist, en nokkrir sýknaðir.
Drakopoulas, sem var skæruliðaforingi
gegn nazistum í heimsstyrjöldinni og sat í
fangabúðum gríska afturhaldsin's í 14 ár
(1946—1960), og Partsalides, sem var ritari
Æskulýðssambands kommúnista 1923, í for-
ustu Kommúnistaflokksins (frá 1931) og
síðan mótspyrnuhreyfingarinnar unz hann
varð að fara í útlegð eftir fall skæruliða-
stjórnarinnar 1949 (hann var leiðtogi henn-
ar) — þeir eru báðir leiðtogar sjálfstæðs
grísks kommúnistaflokks, sem tók mjög ein-
dregna afstöðu gegn innrásinni í Tékkósló-
vakíu 1968,
Gríska stjórnin er í Atlanzhafsbandalaginu
með Islandi til verndar „frelsinu"!
POMPIDOU
Aðalritari franska verklýðssambandsins
CGT, Georges Seguy, einn af beztu for-
ingjum franska Kommúnistaflokksins, hefur
ritað bók um maí-atburðina 1968 og verka-
lýðssambandið CGT „Le mai de la CGT".
Hefur hún vakið mikla athygli í Frakklandi
og alveg sérstaklega frásögn hans af viðtali,
sem hann átti þá við Pompidou, þáverandi
forsætisráðherra og núverandi forseta Frakk-
lands. Pompidou sagði þá við Seguy:
„Þér vitið að utanríkispólitík de Gaulle’s
hershöfðingja á marga óvini, einnig meðal
þeirra, sem þér nú óskið að fá sem banda-
menn gegn okkur. Þeir vilja endurreisa
Atlantismus* fjórða lýðveldisins. Um það er
* Með ,,Atlantismus“ mun Pompidou eiga við þá
stefnu að vera órofa bundinn Engiandi og Banda-
rikjunum.
59