Réttur - 01.01.1973, Síða 61
á þá 1879, til að undiroka þá, og höfðu eðli-
lega margt betri vopna, svo sem Bandaríkja-
menn nú í Vietnam. Segir Engels svo:
,,Þeir hafa afrekað það, sem enginn evrópskur
her getur gert. Byssulausir, með lenzur einar og
kastspjót að vopni, óðu þeir gegn kúlnaregninu
ur bakhlaðningum fótgönguliðsins brezka. Allt fram
að byssustingjunum. Er þessi herdeild Bretanna
þó talin sú færasta i heimi I návigi, en samt hafa
fyrrnefndir þjóðflokkar hvað eftir annað riðlað
fylkingar hennar og jafnvel stökkt henni á flótta.
Og þetta hafa þeir afrekað, enda þótt geysimunur
hafi verið á vopnabúnaði og þeir sjálfir hafi enga
herþjónustu — eða heræfingatíma. Englendingar
hafa kvartað yfir því, að Kaffar geti komizt lengri
dagleiðir fótgangandi en ríðandi menn, og sýnir
það bezt, hve þolgóðir og afreksmiklir þeir eru.
Enskur málari komst einhvern tíma svo að orði:
„Hver vöðvi þeirra er harður og stæltur líkt og
keyrisól." — Þannig var mönnunum og mannfé-
laginu háttað áður en stéttaskiptingin kom til sög-
unnar."
Bretum tókst þó að lokum að brjóta Zulua
á bak aftur og halda nú Búar þeirri kúgun
áfram, en reyna að gefa harðstjórn sinni
„sæmilegri” svip með því að knýja hörunds-
dökku þjóðflokkanna til að búa á afmörkuð-
um, lélegum landsvæðum („Bantustan"), en
þykjast veita þeim vissa sjálfstjórn innan
þessara svæða.
En Zuluar virðast varðveita vel arfgenga
frelsisþrá og stolt kynstofns síns, þrátt fyrir
alla kúgun. Þrír Zular skulu nefndir hér:
Jóhannes Nkosi (1905—1930) var einn
af brautryðjendum Kommúnistaflokks Suð-
ur-Afríku. Hann var upphaflega landbúnað-
arverkamaður, fór síðan til Johannesburg
og vann þar að myndun verklýðssamtaka. Af
því hann var Zului að uppruna, sendi flokk-
urinn hann til Natal, til að koma upp flokks-
starfsemi þar og tókst honurn það vel. 16.
desember 1930 skaut hvíta lögreglan á hann
á. fundi, er hann hélt í Durban, fór síðan
á brott með hann í lögreglubíl og barði hann
til bana. Loka skilaboð hans, á Zulu-máli,
voru þessi: „Til verkamanna Suður-Afríku:
Aldrei undir sólinni hefur þjóð verið keyrð
í slíka þrældómshlekki sem við. Við megum
ekki einu sinni láta í ljós skoðanir okkar á
ástandinu á móðurjörð vorri. Hví ekki að
vakna og rísa á fætur? Karlmenn, konur og
stúlkur, við verðum að styðja þau samtök,
sem berjast fyrir frelsi voru."
Albert Lutuli, svartur höfðingi af Zulu-
kyni, varð heimsfrægur, er hann fékk friðar-
verðlaun Nobels 1960, fyrstur blökkumanna,
fyrir baráttu sína gegn „Apartheid", aðskiln-
aðarstefnu fasistastjórnarinnar í Suður-Afríku.
Lutuli voru bönnð afskipti af stjórnmálum
og undir lögreglueftirliti varð hann að lifa
— og deyja 1967.
Gatza Buthelezi (44 ára) er nú forsætis-
ráðherra „Zulu-lands". Zuluþjóðin, fjórar
miljónir manna, lifir á einu hinna takmörk-
uðu svæða, þar sem meining fasistastjórnar-
innar er að loka 15 miljónir Afríkumanna,
70% íbúanna á 13% af landinu og það
versta gróðurlandinu. Buthelezi er sagnfræð-
ingur að mennt og alls óhræddur við að hag-
nýta til hins ýtrasta þá möguleika, sem Af-
ríkumönnum eru veittir. Hann ætlar sér að
koma á grunnskóla jafnan fyrir alla þjóð-
flokka og skipuleggja landbúnaðinn á sam-
yrkjugrundvelli. Og hann hneykslar hvítu
herrana, sem eru að reyna með lýðskrumi að
breiða yfir kúgunina: A „pressuballi" í Kap-
stadt í nóvember s.l. dirfðist hann að dansa
við konu vinar síns, hvíts blaðamanns. Móðg-
aðir gestir fóru af dansleiknum og innanrík-
isráðherrann blandaði sér í málið. En lýð-
skrum stjórnarinnar kom henni í koll. Það
er ekki hægt að segja við opinberlega viður-
kenndan forsætisráðherra:„Við dönsum ekki
við Kaffa."
Zulu-þjóðin mun sem aðrar undirokaðar
Afríkuþjóðir berjast á hinn margvíslegasta
hátt fyrir frelsi sínu unz sigur er fenginn.
61