Réttur - 01.01.1973, Síða 64
NEISTAR
t
Að þekkja þjóðlega
skyldu sína
,,Ég fylgdist með því jafn agn-
dofa og aðrir, hvernig Morgun-
blaðið, Alþýðublaðið og Vísir ein-
beittu sér að því dag eftir dag
að níða íslenzk stjórnvöld, al-
mannavarnarráð og þau hundruð
manna, sem lögðu nótt við dag til
að leysa úr vandamálum á sama
tíma og sunginn var sérstakur
dýrðaróður um hverja þá aðstoð,
sem veitt var af hernum á Kefla-
víkurflugvelli. Þessar árásir á al-
mannavarnaráð og þau hundruð
manna, sem unnu samkvæmt áætl-
unum þess beint og óbeint, eru
þeim mun ódrengilegri, þar sem
björgun mannslífa og verðmæta
hefur tekizt með þeim hætti að
iíkja má við kraftaverk.
Ég ætlaði naumast að trúa mín-
um eigin augum, þegar ég las í
stjórnarandstöðublöðunum aftur
og aftur að erlend stórveldi væru
reiðubúin að ausa yfir okkur milj-
örðum króna, svo að við þyrftum
ekkert á okkur að leggja sjálf. I
þessu sambandi vil ég minna á
það aumkvunarverða fyrirbæri, er
Morgunblaðið skýrir frá því í gær,
að það hafi sent fréttamenn sína
á öll erlend sendiráð I Reykjavík,
til að spyrja þau, hve mikið ríkis-
stjórnir þeirra ætluðu að gefa is-
lendingum.
Hvilík niðurlæging!
Það hefur ekki heldur farið dult,
að Morgunblaðið hefur tengt hug-
myndir sínar um stórgjafir frá
Bandaríkjunum við það æðsta á-
hugamál sitt, að hér skuli um alla
framtíð sitja erlendur her. Og þeg-
ar Sir Alec Douglas Home, utan-
ríkisráðherra, staðhæfir á þingi
Breta, að við munum hætta við að
verja 50 milna landheigina ef við
fáum einhverjar gjafir í sterlings-
pundum, telur hann sig vafalaust
hafa fyrir því einhverjar heimildir.
Þessi viðbrögð Morgunblaðsins
sýna hvílík hugarfarsspilling hefur
orðið hjá hluta þjóðarinnar — og
það er hart til þess að vita, að
einmitt sá hluti skuli hafa jafn
mikil áhrif og dæmin sanna I út-
breiddasta blaði landsins. Hitt er
svo annað mál, að auðvitað taka
Islendingar með mikilli ánægju
þeirri aðstoð, sem boðin er fram
af góðum hug, og nú þegar höfum
við ástæðu til að þakka alveg sér-
staklega viðbrögð frænda okkar
á Norðurlöndum.
Ég hef hér vikið að ýmsu, sem
mér hefur þótt lítt sæmandi, en
á hitt vil ég leggja áherzlu, að ég
tel þarna vera um að ræða lítinn
minnihluta þjóðarinnar, sem þarf
að einangra æ meir. Ég er þess
fullviss að allur þorri landsmanna
teiur það þjóðlega skyldu sína að
taka saman höndum, til þess að
leysa sem bezt þenna mikla sam-
eiginlega vanda og láta engar
sundrungartilraunir trufla sig við
það verkefni. Ég vona að alþingi
beri gæfu til að standa þannig að
sínum verkum og dragi ekki á
langinn, það sem óhjákvæmilega
þarf að gera án nokkurrar tafar.
I sjálfu sér eru viðbrögð Is-
lendinga við náttúruhamförum af
þessu tagi mjög hliðstæð þeirri
sjálfstæðisbaráttu, sem þjóðin
hefur orðið að heyja öld eftir öld
og heyr enn í dag, og það eru
afrek þjóðarinnar sjálfrar í þeirri
baráttu, sem skera úr um alla
framtið hennar."
Magnús Kjartansson ráðherra
í Þjóðviljanum 2. febr. 1973.
Sjálfsbjörg eða þýlyndi
„Vestmannaeyingar gerðu Vísi
og öðrum erindrekum varnarliðsins
þann slæma óleik að sýna fram
á, að Islendingar eru að engu leyti
háðir varnarliðinu um björgunar-
störf, þótt auðvitað geti það veitt
liðsinni, sem ástæðulaust er að
vanmeta. Þessum beiska bita þykir
Vísi ekki gott að kyngja, og eru
viðbrögðin eftir því.
Vafalaust verður þess næst
krafizt, að Vestmannaeyingar biðji
varnarliðið opinberlega afsökunar
á því að hafa bjargað sér sjálfir."
Sigurður Lindal prófessor
í „Vísi" 1. febr. 1973.
LANDHELGISBARÁTTAN
Manndómur
„Hvers vegna skyldu Islending-
ar líka vera að leita uppi ein-
hverja þá aðila, Haagdómstólinn
eða aðra, sem kynnu að véfengja
gerðir Islendinga, og kosta til
þess bæði fé og fyrirhöfn."
Ólafur Thors 7. júní 1953
í sjómannadagsræðu.
Manndómsleysi
„Auðvitað eigum við að verja
mál okkar fyrir dómstólnum i
Haag. Við eigum ekki að verja rétt
okkar þar — heldur sækja hann
þangað. Ef við ekki gerum það er
allt tal okkar um lög og rétt
hræsni ein og hártoganir".
Matthías Jóhannessen, ritstjóri
Morgunblaðsins í Morgun-
blaðinu 2. febrúar 1973.
64