Réttur


Réttur - 01.07.1977, Side 3

Réttur - 01.07.1977, Side 3
„Árangur viðræðnanna er samningur, sem tryggði láglaunafólkinu í BSRB verulegar kjarabætur með ákvæðum um hraðari tilfærslur til hækk- unar í neðstu launaflokkunum en annarsstaðar í launastiganum. Fyrir fjölmennu starfshópana, sem taka laun skv. launaflokkum um miðju launastigans (8.-18. fl.), náðist verulegur árangur til samræmingar kjara miðað við almennan vinnumarkað. Endurskoðunarréttur á samningstímabili náðist fram, en þó ekki með verkfallsrétti. Andstaðan á Alþingi gegn þessum þætti er of mikil, eins og sakir standa, til þess að sá liður í kröfum BSRB næðist fram. Umtalsverðar kjarabætur, umfram hækkun á launastiganum fengust og ber þar að nefna flokkshækkun eftir 15 ára starf, 40 þús. kr. persónuuppbóí í desember eftir 9 ára starf, hækkun vaktaálags að nóttu og um helgar, sam- ræmingu á gildi prófa til launa, kaffitíma í eftirvinnu o. fl. Þegar á heildina er litið hafa samtökin styrkt stöðu sína mjög verulega í verkfallinu. Þrátt fyrir allt koma þau félagslega sterk út úr þessari eldskírn fyrsta verkfalls opinberra starfsmanna, með viðunandi samninga Varaformaður BSRB Haraldur Steinþórsson lagði áherslu á stéttarlegt gildi átakanna er Þjóðviljinn ræddi við hann. Haraldur sagði: „Það hefur verið alveg sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með því, hvað samstaðan hefur almennt verið góð hjá ríkisstarfsmönnum, hvað baráttuvilj- inn hefur verið einbeittur og hversu margir félagsmenn hafa tekið virkan þátt í baráttunni. Ég tel alveg ótvírætt að samtök okkar í heild komi stéttarlega sterkari en áður frá þessari eldskírn og að við höfum sýnt og sannað, að héðan í frá verði ekki framhjá BSRB gengið sem fullgildum aðila innan verkalýðshreyfingarinnar á íslandi.“ Hann benti jafnframt á veilurnar í þessari kjarabaráttu og hvatti félaga sína til að draga af þeim rétta lærdóma. í sama viðtali sagði: „Við í stjórn BSRB teljum okkur hafa gert það sem við gátum og lengra varð ekki komist, nema með langtum harðari átökum, sem væntanlegu hefðu þá staðið býsna lengi enn. Með samningum Reykjavíkurborgar var brugðið fyrir okkur fæti, þegar mest reið á. Af þeim atburði þurfa allir opinberir starfsmenn að draga nauðsynlegar ályktanir og félagslega lærdóma." í lok kjaraátaka er ávallt mikilvægt að setjast niður og ræða gildi átak- anna og meta styrk og veikleika samtakanna. BSRB stóðst þessa eldskírn stéttabaráttunnar og gengur reynslunni ríkari til næstu orustu í íslenskri stéttabaráttu. En íslensk verkalýðshreyfing í heild verður að draga nauðsyn- legar ályktanir af reynslu þeirri sem fékkst í kjarabaráttunni s.l. vor og haust. Stéttvíst verkafólk verður að skýra það fyrir stéttarsystkinum sínum, að raunhæfur árangur næst einvörðungu með pólitískri baráttu. Það sem ekki hefur tekist til þessa verður að vinnast með samstilltu átaki - það nást að- eins varanlegir sigrar með því að efla einn sósíalískan verkalýðsflokk - Al- þýðubandalagið. Það er sterkasta vopnið í kjarabaráttunni. óre.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.