Réttur


Réttur - 01.07.1977, Side 5

Réttur - 01.07.1977, Side 5
Hringborðsumræða. Þátttakendur: Adda Bára Sigfúsdóttir, Lúðvík Jósepsson, Magnús Kjartansson og Ragnar Arnalds Umræðustjórar: Svanur Kristjánsson og Svavar Gestsson Þegar þetta hefti Réttar kemur út er skammt til landsfundar Alþýðubandalagsins. Það er þriðji landsfundur þessa unga stjórnmálaflokks, sem var stofnaður 1968. Þegar er komin nokkur reynsia á ýmsar nýjungar sem upp voru teknar í innri skipan flokks- ins. Flokkurinn hefur glímt við erfið verkefni á þessum árum og framundan blasa við enn stærri verkefni. Það er í tilefni landsfundarins að ritstjórn tímaritsins ákvað að efna til hringborðsumræðu um flokkinn. Þátttakendur í umræðunni eru forystumenn hans þau Ragnar Arnalds og Adda Bára Sigfúsdóttir, sem verið hafa formaður og varaformaður flokksins frá stofnun, en láta nú af þeim störfum samkvæmt lögum flokksins um að enginn megi gegna trúnaðarstöðum innan hans lengur en þrjú tíma- bil í röð, og alþingismennirnir Lúðvik Jósepsson og Magnús Kjartansson, sem báðir gegndu ráðherrastörfum í vinstristjórninni. Umræðum stjórnuðu Svanur Kristjánsson, lektor, og Svavar Gestsson, ritstjóri. Þeir skráðu umræðurnar. Umræðurnar fóru fram 8. október sl. 149

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.