Réttur


Réttur - 01.07.1977, Page 15

Réttur - 01.07.1977, Page 15
skynja viðfangsefni sín og fá eldlegan á- lniga á meiriháttar stéttaátökum, þjóðfé- lagsátökum, tam. í miklum og erfiðum verkfallsátökum. I fjöldaaðgerðum fá menn útrás fyrir starfsvilja sinn og löng- un til þess að breyta þjóðfélaginu. En okkur hefur skort þrek til þess að hafa þann mannafla í störfum hjá okkar stóra og áhrifamikla flokki, sem þarf til þess að heyja baráttu með mikilli þátttöku al- mennings. Þarna tel ég að við þurfum að taka okkur verulega á. RA: Ég tel að það sé alvarlegur mis- skilningur uppi um það sem nefnt hefur verið íslensk atvinnustefna. Þegar við gáfum út dreifiblöð Þjóðviljans vorum við ekki að birta þar stefnu, sem ekki hafði verið til fyrir þann tíma. Allt sem hefur komið út og getur flokkast undir stefnumörkun af hálfu Alþýðubandalags- ins í þessum dreifiblöðum Þjóðviljans hefur komið fram margoft áður, og um það gerðar fjöldamargar samjrykktir á okkar landsfundum, flokksráðsfundum o. s. frv. Það eina sem er raunverulega nýtt við útgáfu þessara dreifirita er í fyrsta lagi þetta heildarheiti „íslensk at- vinnustefna" og í öðru lagi það að við lögðum í það mjög mikla vinnu að afla u])plýsinga og gagna til stuðnings þeirri stefnu sem við höfum margoft áður sett fram. Afstaða okkar til starfsemi erlendra auðhringa í landinu er margítrekuð og öllum kunn, og afstaða okkar til upp- byggingar sjávarútvegs og iðnaðar í land- inu er margrædd. Þarna verðum við með- al annars að vitna til okkar starfs á vinstristjórnartímum. Varðandi félagsstarfið hérna í Reykja- vík þá vildi ég segja, að það er alveg ljóst að alltof fáir stuðningsmenn okkar eru Svanur Kristjánsson félagsbundnir á þessu svæði. Reykjavík sker sig bersýnilega úr öðrum byggðum landsins livað snertir litla þátttöku stuðningsmanna okkar í beinu flokks- starli. Svo ég nefni einhverja tölu til skýringar, þá er það algengt víða um land að fimmti hver stuðningsmaður okkar í kosningum sé félagsbundinn, kannski sjötti liver, en hér er þetta miklu miklu lægra af einhverjum illskiljanlegum á stæðum. Ætli að láti ekki nærri að fjórt- ándi hver stuðningsmaður flokksins í 159

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.