Réttur


Réttur - 01.07.1977, Page 17

Réttur - 01.07.1977, Page 17
ABS: Ég vil gjarna byrja á stefnumót- uninni og íslenskri atvinnustefnu áður en ég kem að fræðslumálunum. I fyrra- vetur var það mjög áberandi livað það var vaxandi þungi í áróðri fyrir erlendu kapítali inn í landið. Þá verður viðbragð- ið það að við ákveðum m. a. að gefa út myndarlegt aukablað af Þjóðvifjanum til þess að sýna fram á að annar mögu- leiki sé í'yrir hendi. Það lrefur alltaf verið okkar stefna að vera virkir þátttakendur í uppbyggingu á þeim atvinnugrundvelli sem samfélagið á íslandi livílir á. Við erum engan veginn á þeirri skoðun að við eigum að standa utan við þetta og ekki taka þátt í atvinnuuppbyggingu fyrr en eignarhald og félagsskipun er orðin okkur að skapi. Við segjum að blómlegt atvinnulíf í höndum okkar íslendinga sjálfra sé algjör forsenda fyrir því að við getum breytt okkar þjóðfélagi eins og við viljum breyta því. Að gela þessari gömlu og góðu stefnu heitið „íslensk atvinnu- stefna“ var frábær blaðamennska, ein- hver besta fyrirsögn sem búin hefur verið til á Þjóðviljanum um langan tíma, en hún hefur valdið jrví að sumir flokks- menn halda jrað að þarna hafi allt í einu á bak við Jrá verið búið til eitthvað spá- oýtt en jrað var alls ekki gert. Aftur á móti erum við núna á mjög iýðræðisleg an hátt að móta beina framkvæmdastefnu í jressum atriðum. Það gerist þannig að á vegum framkvæmdastjórnar var í sumar unnið að Jrví að setja upp drög að efnis- tannna að okkar atvinnn- og efnahags- málastefnu. Þetta er rætt í framkvæmda- stjórn og í miðstjórn og síðan er allmynd- arlegt plagg sent út núna til allra flokks- iélaga til þess að þau geti fjallað um þetta áður en það kemur fyrir landsfund og landsfundur tekur síðan hina endan- legu ákvörðun um jrá rannsóknar- og skipulagsvinnu, senr jiarna er búið að Iramkvæma í allt sumar og allt haust, lyrst af vinnuhópi, síðan af öllum al- menningi og sérstökum stjórnum hjá okkur og væntanlega að lokurn af ein- hverjum vinnuhópi sem vinnur úr Jæssu öllu sarnan. Þetta fannst mér gott dænri sem nota megi framvegis um jrað hvernig eigi að vinna á lýðræðislegan hátt að stefnumótun. 161

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.