Réttur


Réttur - 01.07.1977, Síða 22

Réttur - 01.07.1977, Síða 22
þess að slíkt geti orðið. I nýsköpunar- stjórninni var ráðist í ákaflega umfangs- mikla umbyltingu á öllum atvinnutækj- um okkar og það hefur síðan orðið grundvöllur lifskjarabyltingar sem orðið hefur á íslandi á tiltölulega stuttum tíma eins og ég rakti áðan. Við verðum að halda áfram að starfa á þennan hátt, við verðum að tryggja það að atvinnulíf þró- ist þannig hér að við höfum á íslandi möguleika á svipuðum lífskjörum og best gerast annars staðar í heiminum. En við þurfum að gæta þess mjög vandlega að þetta gerist innan okkar eigin þjóðfélags án þess að erlendir aðilar séu þar Jrátt- takendur, því að um leið og þeir verða þátttakendur í atvinnulífi hér á íslandi Jrá erum við að færa ákvörðunarvaldið út fyrir landið. Þess vegna tel ég að Jjað sé hreinlega raunsætt að við höfum sam- vinnu við alla þá sem hafa hug á því að starfa að Jrví að styrkja efnahagskerfi okk- ar og við getum Jrar haft samvinnu á þessu stigi málsins við ýmsa liópa at- vinnurekenda sem liafa sama sjónarmið. Ef íslenskir iðnrekendur hafa hug á því að Jiróa íslenskan iðnað hér og tryggja þannig efnahagslega undirstöðu eðlilegra lífskjara og eðlilegrar þróunar á íslandi, þá getum við haft samvinnu við Jjá á ýmsum sviðum. En við megum ekki gleyma markmiðum okkar í því sam- bandi, og það skiptir óhemjulega miklu máli að gefa atvinnulífinu og efnahagslífinu lýðræðislegt inntak, eins og ég sagði áðan. Við eigum að stefna einarðlega að þessu marki og ég hygg, að hér sé fyrirstaðan minni en margir ímynda sér. í sambandi við Jæssar stór- felldu breytingar, sem orðið hafa á ís- landi á tiltölulega stuttum tíma, skulum við minnast þess að þar hafa verið að verki annars vegar verkalýðshreyfingin og hins vegar flokkur okkar, og Alþýðu- flokkurinn, meðan hann var og hét. Það hefur verið talað um að sósíalísk bar- átta eigi að eiga sér stað á tveim vettvöng- um, annars vegar faglega barátta og hins vegar pólitísk barátta. Þannig liefur þetta gengið tam í V-Evrópu, þar eru hvar- vetna starfandi öflug samtök launafólks og öflugir stjórnmálaflokkar sem ýmist kalia sig sósíaldemókrata eða kommún- ista á sögulegum forsendum en starfs- hættir þeirra hafa verið ákaflega hliðstæð- ir á siðustu áratugum að því er mér finnst. Á íslandi eru samtök launafólks miklu traustari og sterkari heldur en stjórn- málasamtökin. Þama er viss liætta á ferð- um að mínu mati. Verkalýðshreyfing, sem ekki hefur pólitísk markmið, getur lent á lireinum villigiitum, eins og gerst hefur í Bandaríkjunum Jrar sem ekki er urn nein sósíal istísk stjórnmálasamtök að ræða. Þar hefur verkalýðslireyfingin kom ist inn á þær villigötur að mínu mati að sérhagsmunahyggja og peningagræðgi Iiefur gersamlega ráðið ríkjum. Menn hugsa um það að fá sem allra mesta einkaneyslu fyrir vissa forréttindahópa meðal launafólks í landinu en æði stór hluti þjóðarinnar býr við hreina örbirgð. Við þurfum á íslandi að leggja á J)að þunga áherslu að launafólk allt verður að átta sig á Jrví, að til þess að J)að nái ein- hverjum varanlegum markmiðum í bar- áttu sinni, verður Jrað einnig að tryggja sér mjög öflugan stjórnmálaflokk. Þetta verður að haldast í hendur. Ég er þeirrar skoðunar að eins og þróunin hefur orðið hér á íslandi liggi J)að í augum uppi að ])essi flokkur er Aljrýðubandalagið. Þetta er ekkert sem ég er að spinna út úr huga 166

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.