Réttur


Réttur - 01.07.1977, Side 23

Réttur - 01.07.1977, Side 23
mínum, ég nefni úrslitin í síðustu kosn- ingum. Ég álít að það sé meginatriði að við reynum að efla liér sósíalistískan fjöldaflokk þar sem hátt sé til lofts og vítt til veggja, og að kjarabarátta verkalýðs- hreyfingarinnar og stjórnmálabarátta á vegum flokks sem tengdur er verkalýðs- hreyfingunni verði að haldast í hendur. Því aðeins náum við markmiðum, að við séum menn til að gera þetta. Ég tel að íslenskt launafólk geti sameinast um að koma upp mjög öflugum stjórnmála- Hokki. Þetta tel ég vera algera lífsnauð- syn, ef við eigum að ná þeim árangri sem við stefnum að. HVAÐ BER AÐ GERA HÉR OG NÚ? ABS: Mig langar til að svara spurning- unni sem borin var fram hér áðan. Hvað ber að gera hér og nú, og mér finnst það vera mjög svo ljóst að nú verðum við að koma í veg fyrir að ísland glati sínu efna- hagslega sjálfstæði. Ef við glötum því, þá þurfum við ekki að fjalla um það hvernig við ætlum að starfa hér áfram. Ef ég fengi húsmóðurvöld á þjóðarheimilinu á morg- un þá myndi ég kalla á mína heimilis- menn og segja: Héðan í frá liættið þið að lilaupa út um bæ, taka út vörur og láta skrifa það hjá heimilinu. Þið hættið að byggja út í bláinn. Svona vinnubrogð getum við ekki þolað í íslensku þjóðfé- lagi. Við verðum að vinna eftir áætlunar- gerð. Það getur ekki gengið að heildsalar og aðrir slíkir ráði því hvernig við verj- um afrakstri vinnu okkar allra. Ég veit að það er ákaflega ófínt að tala um lúift, en engu að síður leyfi ég mér að tala um skipulag á innflutningi til landsins og vil að hann verði ekki hömlulaus. Ég er líka að tala um, að við verðum að gera okkur grein fyrir í hvers konar framkvæmdir við ætlum að ráðast. Sú áætlun á ekki aðeins að ná til þess sem er framkvæmt á vegum ríkisins, eins og mér finnst oft vera talað um. Við eigum að setja upp í ákveðinni röð hvað við eigum að fram- kvæma og þar á örugglega ekki að vera efst á blaði að hver sá sem hefur getað krafsað til sín peninga eins og t. d. Al- Flokksráðsfundur í Þinghóli. 167

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.