Réttur


Réttur - 01.07.1977, Blaðsíða 32

Réttur - 01.07.1977, Blaðsíða 32
Hin, Færeyjar, ísland og Grænland, eyjar á víð og dreif um Norður-Atlantshaf. Tungumálin eru: grænlenska, íslenska, færeyska, norska, danska, sænska, finnska og samamál. í Noregi eru jafnvel tvi> mál. Það þýðir ekkert fyrir t. d. Finna að tala móðurmál sitt í þessum hópi. Enginn skilur þá nema þeir sjálfir. Sama má segja að gildi um Grænlendinga, íslendinga, Færeyinga og Sama. íslendingar og Fær- eyingar geta skilið hvor annan, með herkjum þó, það er allt og sumt. Til þess að gera sig skiljanlegan í þessum norræna hóp, verða þessar þjóðir að tala annað mál en sitt eigið. Sannleikurinn er sá, að í norrænni samvinnu eru eiginlega aðeins þrjú tungumál að fullu viðurkennd, nefnilega danska, norska og sænska. Án þess að halla réttu máli, þá má segja að í norrænni samvinnu séu fjórir miðpunktar: Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmur og Helsinki. Úthverfin eru Norður-Noregur, Norður-Svíjtjóð, Norð- ur-Finnland, og svo Færeyjar, ísland og Grænland. í „gamla daga“ höfðum við skandinav- ismann: (Dani, Norðmenn og Svía). Það var að sínu leyti meira jafnvægi í honum. íbúatala þó nokkuð svipuð, tungumálin náskyld og lík, löndin lágu öll í einum hnapp, atvinnuvegirnir og lífskjör nokk uð svipuð, menningartengsl mjög náin. En skandinavisminn leið undir lok. í stað hans kom norræn samvinna, þ. e. a. s. samvinna allra Norðurlanda. Svo átti að heita að minnsta kosti. Mér Jiykir rétt hér strax að skjóta Jdví inn ,að Jarátt fyrir eflaust góðan vilja til hins gagnstæða, þá eimir ennþá í nor- rænni samvinnu eitthvað eftir af hinum gamla skandinavisma. Sannleikurinn er nú einu sinni sá, að þær jijóðir sem mest ber á í Jressari nor- rænu samvinnu, eru skandinavisku þjóð- irnar gömlu: Svíar, Danir og Norðmenn. Finnar eru með, auðvitað. Útkjálkinn ísland í vestri líka, af Jrví að ísland er sjálfstætt ríki, sem ekki er hægt að ganga framhjá. Og einltverja samvisku hafa menn gagnvart Færeyingum. Þeir fá að fljóta með, að takmörkuðu leyti þó. Líka Álendingar, sem þó eru ekki sérstök þjóð, heldur sænskur minnihluti, sem býr á eyjum er tilbeyra Finnlandi. En alls ekki Grænlendingar og Samar. Samt sem áður búa Færeyingar, Græn- lendingar og Samar innan vébanda Norð- urlanda. Að vísu eru Grænlendingar og Samar ekki norrænar Jrjóðir eins og við notum þetta hugtak. En Jtað eru Finnar ekki lieldur. JAFNRÉTTI OG SJÁLFSTÆÐI Samábyrgð sem byggist á gagnkvæmri viðurkenningu og virðingu voru orðin sem ég notaði í upphafi sem forsendu sannrar norrænnar samvinnu. Við Jtetta verðum við að bæta jafnrétti og sjálfstæði allra þjóða og þjóðflokka án tillits til stærðar og hnattstöðu. Samarnir hafa hér alveg sérstöðu. Þeir eru að vísu ekki sérstök Jrjóð eins og við notum vanalega þetta hugtak. En ]:>eir eru vissulega sérstakur Jrjóðflokkur, og gagnvart honum hafa Norðurlönd — og Jxí fyrst og fremst Noregur, Svíþjóð og Finnland — skyldur, sem ekki er hægt að ganga framhjá, án þess að brjóta í bága 176
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.