Réttur


Réttur - 01.07.1977, Síða 33

Réttur - 01.07.1977, Síða 33
við þær forsendur sem ég nefndi hér áðan. Þá eru Grænlendingar. Þegar norski presturinn Hans Egede fann Grænland, var danska konungsvaldið ekki lengi að góma þetta land, gera það að nýlendn sinni, og blessaði það síðan með menn- ingu sinni: trúboði, einokun, brennivíni og kynsjúkdómum. Svo átti að lieita, að Grænlendingar fengu frelsi sitt með því að land þeirra var gert að dönsku amti — það þætti nú frekar bágborið frelsi hér á íslandi, að vera gert að dönsku amti, og í raun réttri er Grænland áfram dönsk nýlenda, og tortímingarpólitíkin gagnvart Grænlend- ingum er enn í fullum gangi. Hvorki Samar né Grænlendingar eiga nokkra aðild að Norðurlandaráði. Komið var á fremsta hlunn með að það sama tækist í Færeyjum, sem tókst í Grænlandi, en viðnámið þar var sterk- ara. Færeyingar björguðu þjóðerni sínn og eiga sér þess vegna viðreisnarvon. Fn í stað Jress að íá það frelsi sem þeir áttu heimtingu á og sem þeir óskuðu, fengu þeir einhverja heimastjórn. Og í stað fullrar og sjálfstæðrar aðildar að Norðurlandaráði, fengu þeir danska að- ild þar. Þá eru það Álandseyjar og Álendingar. Hvers vegna eru Finnar að ríghalda í Alandseyjar og gefa Álendingum ein- liverja heimastjórn í stað þess að skila þeim til SvíjDjóðar eins og Álendingar óska eftir og er eina sómasamlega lausnin á J)essu margjjvælda máli? Eins og aðild Færeyinga í Norður- landaráði er dönsk, þá er aðild Álendinga finnsk. Grundvöllur gagnkvæms skilnings er hreinskilni, og þegar við ræðum um nor- Ekki jafn réttháar. ræna samvinnu, verðum við að nefna hlutina réttum nöfnum. Aðalforsenda norrænnar samvinnu — jafnrétti og sjálfstæði allra Norðurlanda- þjóða er ekki til. Tvær, jafnvel þrjár, eru ekki sjálfstæð- ar og jafnréttháar hinum. Eitt þjóðar- brotið er innlimað í ríki Joar sem Jiað á ekki heima. 177

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.