Réttur


Réttur - 01.07.1977, Qupperneq 38

Réttur - 01.07.1977, Qupperneq 38
að norrænni samvinnu, að sitja í fíla- beinsturnum, syngja hallelújasálma og tala og hjala um norrænan anda og þess háttar, þeir verða að hafa samband við það fólk, sem þeir eiga rætur sínar að telja til og þeir verða að vera í tengslum við það sem með fólkinu hrærist. Ef menn gleyma þessu, þá mun, eins og ég sagði, margt fara fyrir ofan garð og neðan og verða unnið fyrir gýg. Við gleðjumst yfir þeim áföngum, sem við liöfum náð á þessum tuttugu og fimm árum Norðurlandaráðs. En við megum ekki staðna þar því nóg er til að vinna. Og áfram liggja sporin. SAMBÚÐ ÍSLENDINGA OG FÆREYINGA Þá ætla ég lítillega að snúa mér að sam- búð og samvinnu íslendinga og Eærey- inga sérstaklega. Það sannast hér, að margt er líkt með skyldum, en samt verða Færeyingar aldrei að Islendingum, né íslendingar að Færeyingum. Sem betur fer vil ég segja. Óþarfi þykir mér að rifja upp allt það sem er báðum þessum þjóðum sameigin- legt og skylt: uppruni, saga, mál, stað- hættir, atvinnulíf o. s. frv. Leiðir okkar lágu lengi vel saman. En skildu svo. Fyrst 1. desember 1918 og síð- an fyrir alvöru 17. júní 1944. Aðalforsendan fyrir verulegri sam- vinnu okkar og ykkar er vitaskuld sú, að við öðlumst okkar 1. desember og 17. júní. Þá fyrst verður hægt að koma á þeirri samvinnu, sem ég tel æskilega, eðlilega, jafnvel nauðsynlega. En á meðan — og jafnvel til þess að flýta fyrir að við náum þessu takmarki í baráttu okkar — verðum við að athuga möguleikana eins og þeir blasa við okk- ur í dag. Það er liægt að láta mörg og ótvíræð orð falla um íslensk-færeyska samvinnu á fjölda sviðum, en til þess að fara ekki með neinn langhund, ætla ég hér að ein- skorða mál mitt við aðeins eitt málefni, fiskveiðar og sjávarútvegsmál. Hlutskipti íslendinga og Færeyinga var það, að fyrst rændu Danir löndum okkar og síðan, að Bretar og aðrir með þeim rændu fiskinum okkar. En nú er breyting orðin til batnaðar. íslendingar eru búnir að fá 200 mílna fiskveiðilögsögu og á nýárinu í ár fengum við Færeyingar hana líka. Með þessari út- færslu gerðist svo það, að fiskveiðitak- mörk ykkar og okkar ná saman. Hér blasa þá við alveg ný viðhorf í sambúð ykkar íslendinga og okkar Fær- eyinga. Það hefur tekist að miklu leyti, og mun takast að fullu síðar meir, að lirekja í burtu þá sem aldrei hefðu átt að vera á þessum slóðum. Við munum þá einir búa að þeim auðæfum, sem við í raun réttri höfum alltaf átt, og er undirstaða þjóðfé- laganna beggja. Það er okkar sameiginlega hagsmuna- mál, undirstöðuatriði í lífi þjóða okkar, að við búum einir að þessum auðæfum. Enginn á hér nokkurn rétt, nema við ein- ir, og enginn getur til lengdar nýtt þetta matvælabúr sveltandi heimi í hag, nema einmitt við. Fiskveiðar annarra hafa alltaf stefnt að rányrkju og tortímingu, og myndu gera það áfram ,ef þær yrðu leyfðar. En þetta er nú að verða saga, sem 182
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.